Hver hefur ekki lent í því að vita ekkert hvað þeir eiga að gefa ástvinum og ættingjum í jólagjöf? Því ekki barasta að búa til súkkulaði handa þeim sem er svo ofur einfalt?

Hér fyrir neðan er uppskrift að hátíðarberki sem er ekki bara gómsætur heldur svo fallegur að hægt er að nota hann sem jólaskraut svei mér þá. Í uppskriftinni minni er bara ljóst og hvítt súkkulaði en auðvitað er hægt að leika sér endalaust með það. Og að sjálfsögðu þarf ekki að skreyta súkkulaðið með jólastafamylsnu. Munið – það eru engar reglur í bakstri. Eða jú, þær eru nokkrar, en þegar kemur að skreytingum og flipperíi þá má allt.

 

Hátíðarbörkur
Leiðbeiningar
  1. Klæðið form með bökunarpappír. Ég notaði form sem er 20x20 sentímetrar.
  2. Bræðið ljósa súkkulaðið og hellið því í formið og dreifið vel úr því í botninn. Skellið forminu í frysti eða ísskáp þar til súkkulaðið er storknað.
  3. Bræðið hvíta súkkulaðið og hellið því yfir storknaða, ljósa súkkulaðið.
  4. Myljið jólastafina og dreifið ofan á hvíta súkkulaðið. Skellið forminu í frysti eða ísskáp þar til allt er storknað og voila!

Umsagnir

Umsagnir

Skildu eftir svar