Einu sinni var ég geðveikt smeyk við að gera samlokukökur. Hélt það væri svo endalaust mikið mál að ég myndi enda með því að rífa úr mér hárlokkana í miðju eldhúsi sem væri með smjörslettum upp um alla veggi.

En ég ákvað að sigrast á ótta mínum. En ekki út af því að ég er svo huguð. Heldur út af því að ég elska, elska, elska Oreo-kex. Og ég á í afar pervertísku ástarsambandi við rjómaost. Ég er ekki að grínast. Ég gæti sofið í rjómaostabaði með dúnmjúkan kodda úr rjómaosta- og flórsykursblöndu.

Þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur alsæluna þegar ég setti þessar ljúffengu kökur saman og beit í. Tja, þið verðið bara að ímynda ykkur það. Ég get ekki líst tilfinningunni. Eigum við ekki bara að segja að þessar kökur eru góðar. Mjög góðar. Það er svo sem hægt að geyma þær í góðu boxi í nokkra daga. Ef þið standist freistinguna. Sem ég gerði ekki.


Oreo-samlokukökur
Hráefni
Leiðbeiningar
Kökurnar
  1. Hitið ofninn í 175°C og setjið bökunarpappír á ofnplötur.
  2. Myljið Oreo-kökurnar og blandið mylsnunni saman við hveiti, matarsóda og salt.
  3. Blandið smjöri, sykri og púðursykri saman í annarri skál þangað til allt er vel blandað saman. Hrærið egginu saman við.
  4. Blandið þurrefnunum rólega saman við og passið að hræra ekki of mikið.
  5. Búið til kúlur úr deiginu og reynið að hafa þær allar svipað stórar. Setjið kúlurnar á plöturnar og fletjið þær aðeins út. Bakið kökurnar í 9 til 11 mínútur og leyfið þeim að kólna áður en smjörið er sett á.
Kremið
  1. Blandið smjöri og rjómaosti vel saman þangað til blandan er létt og ljúf.
  2. Bætið flórsykri og vanilludropum saman við og blandið saman þangað til blandan er kekkjalaus.
  3. Myljið Oreo-kexin og blandið saman við. Finnið kökur sem eru svipað stórar og setjið krem á milli.

Umsagnir

Umsagnir

Skildu eftir svar