Sumir eru ekkert sérstaklega hrifnir af banönum í bakstri og þessi uppskrift er svo sannarlega ekki fyrir það fólk. Ég hins vegar elska banana í bakstri. Ótrúlegt hvað brúnir og ógeðslegir bananar sem eru á leiðinni rakleiðis í ruslið geta orðið gómsætir þegar þeim er blandað við smjör og sykur. Eða nei. Það er ekkert ótrúlegt. Það bragðast einfaldlega allt betra þegar það er blandað saman við smjör og sykur!

Það er alveg hægt að sleppa pekanhnetunum í þessari uppskrift en mér finnst þær eiginlega setja punktinn yfir i-ið. Dóttir mín er ekki sammála. En hún á eftir að meta pekanhnetur þegar hun verður eldri. Eg lofa því!

 

Banana- og hnetukökur
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 180°C og klæðið ofnplötur með bökunarpappír.
  2. Blandið hveiti, lyftidufti, salti, matarsóda og múskati saman og setjið skálina til hliðar.
  3. Blandið smjöri og sykri vel saman. Bætið því næst eggjunum við og vanilludropum.
  4. Blandið helmingnum af bönununum við smjörblönduna og síðan helmingnum af þurrefnablöndunni. Endurtakið þar til allt er vel blandað saman. Hrærið pekanhnetunum varlega saman við með sleif.
  5. Búið til kúlur úr deiginu og setjið á ofnplöturnar. Bakið í tíu mínútur og njótið.

Umsagnir

Umsagnir

Skildu eftir svar