Annað hvort elskar maður Oreo-kex eða hatar það og ég get með sanni sagt að ég dýrka þetta dásamlega kex.
Oreo-kexið er stjarnan í þessum ofureinfalda eftirrétti sem má í raun lýsa sem Oreo- og súkkulaðiostaköku sem þarf ekki að baka. Dásamlegt!
Þessi uppskrift er úr bókinni minni, Minn sykursæti lífsstíll, og var það Sunna Gautadóttir, snillingur og ljósmyndari, sem myndaði þennan sykursæta eftirrétt.
Þessi eftirréttur er fullkominn á köldum haustkvöldum og fullkomnar hvaða máltíð sem er.
Gleðilegt Oreo!
Oreo- og súkkulaðisprengja
|
|
Hráefni
- 325g súkkulaði
- 1/4bolli mjólk
- 225g mjúkur rjómaostur
- 1/2bolli flórsykur
- 1bolli rjómi
- 12 Oreo-kexkökur, muldar(plús fleiri til að skreyta með ef vill)
- þeyttur rjómi til að skreyta með ef vill
Leiðbeiningar
- Setjið súkkulaði og mjólk í skál og bræðið í örbylgjuofni í 30 sekúndur í senn. Munið að hræra alltaf á milli lota þar til súkkulaðið er bráðnað og blandan silkimjúk.
- Setjið rjómaost og flórsykur í skál og þeytið í um 2-3 mínútur. Bætið bráðnað súkkulaðinu saman við og hrærið þar til allt er blandað saman.
- Þeytið rjómann og blandið helmingnum af honum saman við rjómaostablönduna.
- Takið frá ca 2 matskeiðar af mulda Oreo-kexinu og blandið restinni saman við hinn helminginn af rjómanum.
- Skiptist á að setja rjómaostablönduna og Oreo-rjómann í glös og skreytið síðan með rjóma og restinni af Oreo-kexinu.
- Kælið í ísskáp í 1 klukkustund áður en þessi dásemd er borin fram. Þetta bara getur ekki klikkað!