Já, ég veit, ég veit. Tíramísú er yfirleitt áfengur eftirréttur en þar sem það er sjálfur jólamánuðurinn desember og ég mjög á móti að hafa áfengi á boðstólnum um jólin þá ákvað ég að sleppa búsinu í þetta sinn. Ekki misskilja mig – ég er enginn predikari. Ég kæri mig bara ekki um að vera rallhálf á meðan börnin opna pakkana og drepast svo ofan í sykurleginn eftirrétt langt fyrir miðnætti á aðfangadag.

En það skiptir engu máli þó það sé ekkert áfengi í þessu tíramísú. Það er bara himneskt. Mascarpone er í öðru sæti á eftir rjómaosti sem uppáhaldsosturinn minn þannig að þessi var ekki lengi að klárast á mínu heimili.

Svo er uppskriftin svo einföld að api gæti gert þetta! Ég lofa!


Óáfengt piparköku-tíramísú
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Blandið Mascarpone og sykri vel saman í skál.
  2. Þeytið rjómann í annarri skál og blandið honum síðan varlega saman við Mascarpone-blönduna.
  3. Dýfið hverri einustu piparköku í kaffið og raðið í botninn á formi sem er 20 x 20 sentímetra stórt.
  4. Dreifið helmingnum af Mascarpone-blöndunni yfir piparkökurnar og endurtakið þetta síðan með restinni af piparkökunum og Mascarpone.
  5. Kælið í að minnsta kosti í 6 klukkutíma og drissið síðan kakó yfir með gatasigti.

Umsagnir

Umsagnir