Þvílíkur dýrðardagur sem þessi dagur er. Af hverju? Jú, af því að þessi elskulega síða mín á þriggja ára afmæli í dag! 265 uppskriftum síðar er ég enn í fullu fjöri og býð uppá dásamlegar nammikökur í tilefni dagsins.

Ástæðan fyrir því að ég kalla þessar kökur einfaldlega nammikökur er bara út af því að það orð lýsir þeim best. Við erum að tala um dásamlegar súkkulaðikökur, fylltar með hindberjasósu og kókosbollum, toppaðar með kremi úr Sterkum Djúpum. Hljómar skítsæmilega, ekki satt?

Það dugir náttúrulega ekkert minna en epísk snilld á afmælum og þessar bollakökur bara tikka í öll boxin!

Til hamingju með afmælið Blaka!


Nammikökur á 3ja ára afmæli Blaka
Hráefni
Sósan
Bollakökur
Hindberjasósa
Til að skreyta
Leiðbeiningar
Sósan
  1. Setjið Sterkar Djúpur og rjóma í pott og bræðið yfir vægum hita. Ég fékk lakkrísinn ekki til að bráðna með sama hvað ég reyndi þannig að þegar allt er bráðnað af lakkrísnum takið þið pottinn af hellunni. Takið lakkrísinn úr sósunni og leyfið henni að kólna alveg.
Bollakökur
  1. Hitið ofninn í 160°C og takið til möffinsform - ca 12-16 stykki.
  2. Byrjið á því að sjóða vatnið - það verður nefnilega að vera sjóðandi heitt þegar því er bætt út í deigið.
  3. Blandið hveiti, sykri, kakói, lyftidufti, matarsóda og salti vel saman í skál. Bætið mjólk, olíu, eggi og vanilludropum saman við og hrærið vel saman - hér er mjög gott að nota handþeytara svo kökurnar lyftist vel og verði dúnmjúkar.
  4. Hafið þeytarann á lægsta styrk og hellið sjóðandi heita vatninu varlega saman við þar til deigið er orðið hæfilega þykkt. Það á ekki að vera svo þunnt að það leki út um allt heldur verða örlítið stíft og massívt.
  5. Deilið deiginu í formin og bakið í 14-16 mínútur. Leyfið kökunum að kólna áður en þær eru skreyttar.
Hindberjasósa
  1. Setjið allt í pott og hitið yfir meðal hita. Náið upp suðu og leyfið blöndunni að malla í 6-7 mínútur. Gott er að hræra reglulega í blöndunni með viðarsleif og á sama tíma kremja hindberin.
  2. Takið pottinn af hellunni og hellið blöndunni í gatasigti með skál undir til að losna við öll hindberjafræin. Leyfið sósunni að kólna.
Krem
  1. Þeytið smjörið í 3-5 mínútur og bætið síðan restinni af hráefnunum saman við og þeytið vel. Ég notaði næstum því alla sósuna í kremið en endilega smakkið kremið til og bætið við sósu eftir smekk.
  2. Svona set ég kökurnar saman: Skerið litla holu í hverja bollakökur. Sprautið hindberjasósu í holuna og fyllið síðan upp í holuna með part af kókosbollu. Skreytið síðan herlegheitin með kreminu og hverju sem þið viljið.

Umsagnir

Umsagnir