Ég ætla bara að segja það strax – þessi Bingókúlu kaka er eitt það allra besta sem ég hef nokkurn tímann bakað!

Þessa bakaði ég fyrir afmæli föður míns, en hann varð 69 ára í byrjun maí. Ég veit svo sem ekkert af hverju ég ákvað að prófa mig áfram með Bingókúlur. Ég var búin að spá í því lengi að bræða niður lakkrís og leika mér með það. Svo sá ég Bingókúlurnar í búðinni og greip þær með mér. Og ég sá svo sannarlega ekki eftir því!

Kökubotnarnir eru ofboðslega hefðbundnir súkkulaðibotnar, nema ég notaði 50% kakó og 50% lakkrísduft. Ég er mjög oft spurð hvaða lakkrísduft ég nota, en ég nota nú yfirleitt bara það sem ég á. Ég hef keypt duftið í Tiger, Epal og Hagkaupum þannig að það vantar ekki framboðið. En það er auðvitað líka bara hægt að sleppa lakkrísduftinu og nota 100% kakó.

Svo er kremið líka fremur hefðbundið og mitt allra, allra uppáhalds. Smjörkrem með hvítu súkkulaði. Mér finnst ofboðslega gott að nota þetta krem þegar ég vil að kökubotnarnir sjálfir og í þessu tilviki Bingókúlu sósan fái að njóta sín. Þetta krem nefnilega passar við allt þannig að ég mæli eindregið með því.

Eins og þið sjáið er þessi kaka frekar lágstemmd þegar kemur að skreytingum. Frekar ólíkt mér, en stundum er bara hollt og gott að gera eitthvað annað en maður er vanur. En krakkar, það er sko ekkert lágstemmt við þessa þegar kemur að bragði.

Hún er hreint út sagt rosaleg!


Rosaleg Bingókúlu kaka
Hráefni
Bingókúlusósa
Kökubotnar
Krem
Leiðbeiningar
Bingókúlusósa
  1. Setjið Bingókúlur og rjóma í pott og bræðið yfir vægum hita. Fylgist með blöndunni og hrærið reglulega í henni. Takið pottinn af hellunni þegar allt er bráðnað saman og leyfið sósunni að kólna alveg.
Kökubotnar
  1. Byrjið á því að setja vant í pott og ná upp suðu á meðan þið búið til deigið. Hitið ofninn í 180°C og takið til tvö, hringlaga 18 sentímetra form. Setjið smjörpappír í botninn og smyrjið hliðarnar með olíu eða smjöri.
  2. Blandið öllum þurrefnum vel saman. Bætið síðan jógúrt, olíu og vanilludropum saman við og því næst eggjunum, einu í einu. Hrærið vel.
  3. Blandið sjóðandi heitu vatninu varlega saman við og hrærið þar til allt er blandað saman.
  4. Deilið deiginu á milli kökuformanna og bakið í um það bil hálftíma. Leyfið kökunum að kólna aðeins í formunum áður en þið takið þær úr þeim. Leyfið botnunum síðan alveg að kólna áður en kremið er sett á.
Krem
  1. Þeytið smjörið í 3-5 mínútur og bætið síðan restinni af hráefnunum saman við og þeytið vel.
  2. Svona set ég kökuna saman: Smyrjið nokkrum matskeiðum af Bingókúlusósunni ofan á annan botninn. Setjið síðan krem á hann og hinn botninn ofan á. Hyljið kökuna með hvíta kreminu. Setjið síðan bingókúlusósuna í sprautu með mjóum stút og byrjið á því að sprauta sósunni á kantana og leyfa henni að leka niður hér og þar. Síðan hyljið þið toppinn á kökunni með sósunni. Og skreytið að vild!

Umsagnir

Umsagnir