Ég hef aðeins verið að vinna með butterscotch-bita – svona þegar þeir eru í boði í verslunum á Íslandi. Mér finnst það í raun mannréttindabrot að þessir bitar séu ekki alltaf til. Þeir eru bara það góðir!

Og að blanda butterscotch saman við sykurpúða og hnetusmjör er algjörlega truflað!

Ég á erfitt með að lýsa þessum æðibitum en þetta eru eiginlega „fudge“-karamellur en mér finnst við ekkert þurfa að setja neitt nafn á þetta. Þetta er bara gott. Bráðnar í munni.


Nammibitar sem bráðna í munni
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Takið fram form og smyrjið það vel. Ég notaði form sem var 33 sentímetra langt og því urðu mínir bitar frekar þunnir. Þið getið endilega notað minna form til að hafa bitana þykkari.
  2. Setjið smjör, hnetusmjör, butterscotch-bita og salt í pott og bræðið saman yfir lágum hita. Passið að hræra mjög reglulega, nánast stanslaust, í blöndunni svo butterscotch-bitarnir brenni ekki.
  3. Takið pottinn af hellunni þegar allt er bráðnað saman og hellið sykurpúðunum saman við en geymið 1/2 bolla til að skreyta með.
  4. Hellið blöndunni í formið og skreytið með 1/2 bollanum af sykurpúðunum og þrýstið þeim létt ofan í.
  5. Kælið í ísskáp í að minnsta kosti 4 klukkutíma eða helst yfir nótt.

Umsagnir

Umsagnir