Eins og þið hafið tekið eftir þá er ég ekki mikið í kökum í mörgum lögum og veseni. Mér finnst það voðalega gaman en þegar maður er með einn lítinn brjálæðing á kantinum þá gefst ekki mikill tími til að dunda sér við marga kökubotna, krem og fínerí.

En um daginn vöknuðum við mæðgur fyrir allar aldir og sökum þreytu var dóttirin alveg til í að dunda sér í matarstólnum á meðan mamma hennar toppaði sjálfa sig algjörlega í eldhúsinu.

Þessi kaka er svo góð að þið trúið því ekki fyrr en þið smakkið. Þvílík og önnur eins dásemd! Uppskriftin er mjög einföld og ættu allir að geta töfrað þessa fram. Treystið mér!


Ein gjörsamlega epísk terta
Hráefni
Kökubotnar
Krem
Súkkulaðibráð
Leiðbeiningar
Kökubotnar
 1. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið þrjú 20 sentímetra form. Ég reyndar sleppti því og setti deigið í eina skúffu og skar svo út botna með disk. Þið ráðið hvað þið gerið.
 2. Blandið hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti saman í skál og setjið til hliðar.
 3. Blandið smjöri, sykri og púðursykri vel saman í annarri skál. Bætið olíu og hunangi út í og hrærið vel.
 4. Bætið eggjum og og vanilludropum saman við og hrærið vel.
 5. Skiptist síðan á að blanda hveitiblöndunni og mjólkinni saman við smjörblönduna.
 6. Deilið deiginu í formin og bakið í 20-25 mínútur. Leyfið botnunum alveg að kólna.
Krem
 1. Þeytið smjörið í 1-2 mínútur og bætið síðan flórsykri út í. Hrærið því næst mjólkinni saman við.
 2. Setjið sykurpúðana á smjörpappírsklædda ofnskúffu og hitið í ofni, helst á "broiler" stillingu, í 30-45 sekúndur eða þar til þeir eru farnir að brúnast.
 3. Skrapið sykurpúðunum ofan í smjörblönduna og hrærið vel saman.
 4. Setjið kremið ofan á fyrsta botninn, síðan annan botn ofan á og koll af kolli þar til kremið er búið.
Súkkulaðibráð
 1. Hitið rjómann í örbylgjuofni í um 30-50 sekúndur og hellið honum yfir súkkulaðið.
 2. Leyfið þessu að standa í 1 mínútu og hrærið síðan vel þar til allt er bráðnað saman.
 3. Hellið bráðinni yfir kökuna og skreytið með hafrakexmulningi og jafnvel nokkrum sykurpúðum.

Umsagnir

Umsagnir