Ég elska pítsur. Hvernig er annað hægt? Bræddur ostur, dýrindisálegg og stökkur botn.

En þar sem fólk eins og ég er litið hornauga fyrir að geta borðað pítsu í morgunmat, ákvað ég að búa til sérstaka morgunverðarpítsu sem er meira að segja í hollari kantinum! Batnandi konu er best að lifa…

Þessa uppskrift er að finna í bókinni minni, Minn sykursæti lífsstíll, og myndina af þessu lostæti tók ljósmyndarinn Sunna Gautadóttir.

Ef þig hefur einhvern tímann langað í pítsu í morgunmat þá er ekki eftir neinu að bíða.

Mynd: Sunna Gautadóttir.


Mögnuð morgunverðarpítsa
Leiðbeiningar
Botn
  1. Blandið saman granóla, möndlum, kanil og hnetusmjöri í skál.
  2. Þrýstið blöndunni í hringlaga form, sem er sirka 20 sentímetra stórt. Kælið í að minnsta kosti eina klukkustund. Gott er að kæla botninn yfir nótt.
„Álegg“
  1. Hrærið aðeins í jógúrtinni og dreifið henni síðan yfir botninn. Skreytið með berjum, hnetum, ávöxtum - bara hverju sem er! Hér eru engar reglur!

Umsagnir

Umsagnir