Hver elskar ekki góðan marens? Ef þeir eru bakaðir rétt eru þeir algjört lostæti #mínskoðun.

Margir eiga í erfiðleikum með að gera hinn fullkomna marens en það er í raun mjög einfalt. Það eru nokkur lykilatriði sem þarf að hafa í huga og hér gef ég ykkur þau alveg ókeypis:

  1. Skálin sem þið notið verður að vera tandurhrein! Og já, ég meina TANDURHREIN. Minnstu óhreinindi eða olía verða til þess að eggjahvíturnar stífþeytast ekki og þá er allt ónýtt.
  2. Þið verðið að hræra lengi. Það er ekkert hægt að stytta sér leið þegar kemur að marens. Þið verðið að hræra eggjahvíturnar og sykurinn þangað til þið getið hvolft skálinni og blandan er stíf sem þið vitið hvað og ekki einn einasti dropi lekur niður.
  3. Notið lyftiduft í guðanna bænum. Ekki spara það. Með lyftidufti stækkar marensinn og verður alveg dásamlega flöffí.
  4. Ekki heldur spara rjómann. Hann er límið í marensinum. Án rjómans er þetta líf frekar tilgangslaust.

Eruð þið búin að lesa þessa reglur yfir fjórum sinnum? Ókei, nú gerum við marens. Lakkrísmarens.


Brjálæðislega bragðgóður lakkrísmarens
Leiðbeiningar
  1. Byrjið á því að þeyta eggjahvíturnar þangað til þær byrja að freyða.
  2. Hellið sykrinum í einni bunu út í eggjahvíturnar og þeytið í 15 til 20 mínútur (munið reglurnar hér fyrir ofan).
  3. Blandið Rice Krispies og lyftidufti saman í skál og hellið út í marensblönduna. Hrærið varlega saman.
  4. Hitið ofninn í 150°C. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu. Og nú setjið þið annað hvort alla marensblönduna í skúffuna eða búið til litla marensa.
  5. Stráið lakkrísduftinu yfir marensinn og bakið í 50 mínútur. Gott er að kæla marensinn í ofninum en það er ekki nauðsynlegt.
  6. Ef þið gerið einn stóran marens skiptið þið honum í tvennt og þeytið rjóma til að setja á milli. Hellið síðan lakkríssírópinu yfir.

Umsagnir

Umsagnir