Þá er stóri barnaafmælismánuðurinn runninn upp og ég get sagt ykkur það að ég hafi aldrei skemmt mér betur við að finna upp nýjar og spennandi veitingar í barnaafmæli. Ég held barasta að ég verði að hafa svona mánuð einhvern tímann aftur því allar hugmyndirnar mínar komast hreinlega ekki fyrir í einum mánuði!
Ég ætla að byrja þennan mánuð mjög brött með gúmmulaði sem sló ekki bara í gegn í 6 ára afmæli dóttur minnar heldur líka á Facebook-síðunni minni sem ég vona að allir Blakarar séu að fylgjast með. Dömur mínar og herrar – ég kynni: kökuhamborgara!
Auðvitað er þetta ekkert nýtt af nálinni þar sem Hamborgarafabrikkan hefur boðið upp á þetta í mörg ár en hér er mjög einföld útgáfa af þessu lostæti sem allir geta gert því hún er svo ótrúlega einföld. Þessi uppskrift er fyrir 12-14 hamborgara og ég mæli svo sannarlega með því að gera þetta fyrir næsta barnaafmæli.
Kokteilsósan og grænmetið á þessum hamborgurum eru úr smjörkremi og ég átti ekki appelsínugulan fyrir kokteilsósu þannig að ég notaði gulan og bleikan. Ég er ekki frá því að ég hafi með því neglt hinn eina, sanna kokteilsósulit þannig að ég mæli með því! Gangi ykkur vel!
|
|
- 1 1/2bolli Kornax-hveiti
- 1pakki vanillubúðingur
- 1bolli sykur
- 1 1/2tsk lyftiduft
- 1/2tsk salt
- 115 g mjúkt smjör
- 1/2bolli sýrður rjómi
- 3 Nesbú-egg
- 1tsk vanilludropar
- 1bolli Kornax-hveiti
- 1bolli sykur
- 1/8tsk salt
- 115g smjör
- 2msk kakó
- 1/2bolli sjóðandi heitt vatn
- 1/4bolli súrmjólk
- 1 Nesbú-egg
- 1/2tsk matarsódi
- 1/2tsk vanilludropar
- 50g mjúkt smjör
- 3-4bollar flórsykur
- 1tsk vanilludropar
- 4-5msk mjólk
- grænn matarlitur
- gulur matarlitur
- bleikur matarlitur
- sesamfræ
- Hitið ofninn í 180°C og takið til 12-14 möffinsform.
- Blandið þurrefnunum vel saman í skál og setjið til hliðar.
- Blandið smjöri, sýrðum rjóma, eggjum og vanilludropum vel saman í annarri skál.
- Blandið þurrefnunum saman við smjörblönduna og hrærið allt vel saman.
- Deilið deiginu á milli möffinsforma og bakið í 18 til 22 mínútur. Leyfið kökunum að kólna. Þegar kökurnar eru alveg kaldar eru þær teknar úr möffinsformum og skornar í tvennt.
- Lækkið hitann á ofninum í 180°C og takið til ílangt form - ca 20x33 sentímetra. Leggið smjörpappír í botninn og látið hann koma upp með hliðunum.
- Blandið saman hveiti, sykri og salti í einni skál.
- Bræðið smjör yfir meðalhita. Þegar það er bráðnað er kakói og vatni bætt vel saman við.
- Blandið súrmjólk, eggi, matarsóda og vanilludropum saman í enn annarri skál.
- Blandið súrmjólkurblöndunni við hveitiblönduna og síðan kakóblöndunni. Hrærið vel saman.
- Hellið deginu í formið og bakið í 15-18 mínútur. Leyfið kökunni að kólna og skerið svo hringi út með formi sem er aðeins minna en stærð bollakökunnar.
- Hrærið smjöri, flórsykri og vanilludropum vel saman og bætið mjólkinni saman við smátt og smátt eða þar til kremið er passlega þykkt.
- Skiptið kreminu í tvær skálar - litið einn helminginn með grænum matarlit og hinn með gulum og bleikum. Setjið kremið í tvo poka og klippið eitt horn af - þannig er auðvelt að vinna með það.
- Nú er komið að því að setja borgarana saman. Setjið smá krem á botn hverrar bollakökur og setjið einn brúnan kökuhring ofan á.
- Sprautið grænu kreminn hringinn á brúnu kökuna og síðan kokteilsósukreminu.
- Setjið toppinn á bollakökunni ofan á kremið. Dubbið síðan smá vatni á toppinn og stráið nokkrum sesamfræjum yfir.