Þessi kaka, jahérna hér! Hún er rosaleg! Og stútfull af yndislegu kaffi!

En þrátt fyrir að hún sé stútfull af kaffi þá komst ég að raun um það um daginn þegar ég bauð upp á hana í fjölskylduboði að allir elska þessa köku. Meira að segja börn og unglingar sem snerta ekki kaffi!

Ég gæti ekki mælt meira með þessari dásemd. Þið bara verðið að prófa!

P.S. Ég gleymdi að taka mynd að kökunni að innan því hún var svo fljót að klárast!


Kaffikakan sem allir elska
Hráefni
Kökubotnar
Krem
Leiðbeiningar
Kökubotnar
  1. Hitið ofninn í 180°C og takið til kökuform. Ef þið viljið þriggja hæða köku mæli ég með því að nota 19-20 cm form. Ég notaði aðeins stærri og gerði bara tveggja hæða. Smyrjið formin.
  2. Blandið olíu, púðursykri, sykri og vanilludropum vel saman.
  3. Bætið eggjum og eggjarauðu saman við og hrærið vel saman.
  4. Blandið hveiti, lyftidufti og matarsóda vel saman og skiptist á að bæta hveitiblöndunni og mjólk saman við eggjablönduna.
  5. Að lokum blandið þið kaffi vel saman við deigið.
  6. Deilið deiginu á milli forma og bakið í 25-30 mínútur. Leyfið botnunum að kólna áður en þið skreytið þá með kremi.
Krem
  1. Þeytið smjörið í 2-4 mínútur og bætið síðan flórsykri saman við.
  2. Blandið vanilludropum saman við og síðan kaffinu hægt og rólega þar til þér finnst þykktin fullkomin.
  3. Skreytið kökuna með kreminu og skreytið að vild - ég kaus Butterscotch-bita.

Umsagnir

Umsagnir