Konfektið Ferrero Rocher er nánast aldrei til á mínu heimili og það er mjög einföld ástæða fyrir því: Það hverfur á svipstundu!

Þannig að ég ákvað bara að búa það til sjálf og sjá hvernig heimilisfólkinu líkaði við það. Í stuttu máli: Það elskaði Ferrero Rocher-ið mitt!

Það hefur eilítið verið gert grín að mér fyrir að reyna að búa til alls konar frægt nammi heima hjá mér en ég læt það eins og vind um eyru þjóta – þó ég minni augljóslega á mömmuna í Raw með Eddie Murphy.

Ég mæli með þessari uppskrift…alveg hlutlaus að sjálfsögðu. Þetta er nefnilega ekkert mál og til dæmis mjög auðvelt fyrir krakka að taka þátt.

Það verður súkkulaði út um allt því þetta er bras en súkkulaði er lífið!


Heimagert Ferrero Rocher
Leiðbeiningar
  1. Blandið ískexi, 1 bolla af helsihnetum og Nutella vel saman í skál. Blandan á að vera klístruð. Skellið blöndunni í frysti í 30 mínútur og leyfið henni að jafna sig. Búið til litlar kúlur úr blöndunni og raðið á smjörpappírsklæddan disk. Setjið þær inn í frysti í 15 mínútur.
  2. Bræðið dökka súkkulaðið og smjörið saman í örbylgjuofni í þrjátíu sekúndur í senn. Hrærið alltaf á milli hverra þrjátíu sekúndna. Bætið heslihnetunum út í.
  3. Veltið frosnum kúlunum upp úr súkkulaðiblöndunni og setjið á smjörpappír á meðan þær storkna. Þetta er lítil uppskrift en það er lítið mál að tvöfalda eða þrefalda hana. Þessar er líka gott að fyrsta svo maður hafi alltaf smá kruðerí við höndina til að gúffa í sig!

Umsagnir

Umsagnir

This entry was posted in Konfekt.