Jæja, kæru Blakarar – gleðilegt nýtt ár! Ég ákvað að fara aðeins út úr þægindarammanum á fyrsta mánuði ársins og athuga hvort ég gæti gert eitthvað lostæti í heilan mánuð sem væri Paleo. Sem sagt, sem inniheldur ENGAN sykur og EKKERT hvítt hveiti!

Það fyrsta sem ég prófaði er þetta ofureinfalda Paleo-súkkulaði og það gekk eins og í sögu! Mjög bragðgott súkkulaði sem inniheldur í raun bara þrjú hráefni, ef maður bætir engu út í það, og er alveg hreint prýðilegt á bragðið. Bragðið er afskaplega mikið og sterkt og því getur maður ekki gúffað þessu í sig endalaust sem er ákveðinn plús fyrir konu eins og mig. Svo þarf ég líka ekki að leita að Paleo-súkkulaði í uppskriftir mánaðarins.

Þannig að – nú er komið að fyrstu Paleo-uppskriftinni minni í janúar. Gjöriði svo vel!


Einfaldasta Paleo-súkkulaði í heimi
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Setjið olíu, kakó og hunang í pott yfir vægum hita og hrærið saman þar til allt er bráðið og blandað saman.
  2. Bætið salti og vanilludropum saman við, hellið blöndunni í form og látið storkna í ísskáp.
  3. Athugaði - það er hægt að bæta hnetum út í súkkulaðið (ekki salthnetum samt - þær eru ekki Paleo) eða annars konar bragðefni, til dæmis piparmyntudropum. Athugið líka að súkkulaðið verður fljótt lint við stofuhita og því best að geyma það í ísskáp eða frysti.

Umsagnir

Umsagnir