Jæja, enn heldur brauðástin mín áfram og nú er komið að geggjuðu heilhveitibrauði sem er ómótstæðilegt nýkomið úr ofninum með nóg af smjöri og osti. Heilhveitibrauð – ég elska þig! Ekki jafn mikið og ég elska taco pönnukökurnar mínar samt!

Þó ég hafi reynt að hafa eingöngu heilkorna- eða heilhveitibrauð á boðstólnum fyrir börnin mín, þá hafa þau bitið það í sig að því hvítara sem brauðið sé, því betra. Því kom mér skemmtilegt á óvart að ég þurfti ekki að neyða þetta heilhveitibrauð ofan í þau – þau bara borðuðu það með bestu lyst! Þessi uppskrift er nóg í tvo þokkalega stóra brauðhleifa og þeir kláruðust á einum degi!

Það er rosalega einfalt að skella í svona heilhveitibrauð og tekur það alls ekkert langan tíma. Kosturinn við að baka brauð er að það þarf alltaf að hefast þannig að það gefst nægur tími til að gera eitthvað annað þó maður sé ótrúlega myndarlegur að búa til brauð.

Skemmtið ykkur vel í bakstrinum og vonandi eruð þið jafn hrifin af þessu heilhveitibrauði og ég!


Heilhveitibrauð sem er tilvalið í nestisboxið
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Blandið saman vatni, þurrgeri og 1/3 bolla hunangi í stórri skál. Blandið 3 bollum af hvítu hveiti saman við og leyfið þessu að bubbla í hálftíma.
  2. Blandið 1/3 bolla af hunangi, 3 msk af bræddu smjöri og 3 bollum af heilhveiti saman við gerblönduna.
  3. Skellið deiginu á borð og hnoðið restina af heilhveitinu saman við smátt og smátt eða þar til deigið er ekki það klístrað að það festist við fingurna.
  4. Setjið deigið aftur í skálina og hyljið með viskastykki. Leyfið þessu að hefast við stofuhita í um klukkutíma eða þar til deigið hefur tvöfaldast.
  5. Hitið ofninn í 175°C og búið til tvo brauðhleifa úr deiginu. Skellið þeim á smjörpappírsklædda ofnplötu og penslið með restinni af smjörinu. Stráið sjávarsalti yfir brauðin og bakið í 25-30 mínútur.

Umsagnir

Umsagnir