Þegar ég var að viða að mér hugmyndum fyrir áfengisþemað þá rakst ég á nýja týpu af Bailey’s – Bailey’s Chocolat Luxe. Eða kannski er þetta ekkert ný týpa. En hún er ný fyrir mér.
Drykkurinn er alveg eins á bragðið og nafnið gefur til kynna – Bailey’s með súkkulaðibragði. Verður það eitthvað betra en það?!
Þannig að ég kynni Bailey’s-rjómabombu sem er svo æðisleg að allir við borðið þagna þegar þeir byrja að háma hana í sig.
Guðdómleg Bailey's-rjómabomba
|
|
Hráefni
Botn
- 300g Oreo-kex(fínmalað)
- 5msk brætt smjör
- 2msk sykur
Fylling
- 1/2bolli mjólk
- 200g Sykurpúðar
- 1/3bolli Bailey's Chocolat Luxe
- 1 1/2bolli rjómi
Ofan á
- 1/2bolli rjómi
- 2msk flórsykur
- 1msk vanillubúðingsduft
Leiðbeiningar
Botn
- Blandið öllum hráefnum vel saman og þrýstið í botninn á meðalstóru, eldföstu móti eða kökuformi. Kælið í ísskáp á meðan þið búið til fyllinguna.
Fylling
- Setjið mjólk og sykurpúða í meðalstóran pott yfir meðalhita og hrærið þar til sykurpúðar eru bráðnaðir og allt blandað vel saman.
- Setjið sykurpúðablönduna inn í ísskáp í um 20 mínútur og blandið síðan Bailey's vel saman við.
- Stífþeytið rjómann og hrærið honum saman við sykurpúðablönduna.
- Hellið fyllingunni yfir botninn og leyfið þessu að standa í ísskáp í að minnsta kosti fjórar klukkustundir.
Ofan á
- Þeytið öll hráefni saman þar til rjóminn er orðinn stífþeyttur og skreytið kökuna rétt áður en hún er borin fram.