Ég er ofboðslega hrifin af því að gera vel við mig um helgar, og raunar alla daga, en sérstaklega um helgar. Þá elska ég að brydda uppá einhverju nýju í eldhúsinu og gleðja heimilisfólkið með sykursætum morgunmat eða ljúffengum brönsj.

Eitt af því sem mér finnst sérstaklega skemmtilegt að búa til er French Toast, sem er í grunninn bara dýrari týpa af hinu sívinsæla eggjabrauði sem gerir alla að úlfum heima hjá mér.

Þessi uppskrift að French Toast er mjög einföld, svo vægt sé til orða tekið. Ég baka ávallt mitt French Toast, en auðvitað er lítið mál að steikja hverja sneið fyrir sig. Ég er einfaldlega hrifnari af því bökuðu því mér finnst það verða miklu meira djúsí og dásamlegra.

Það er eitt sem má alls ekki gleyma þegar verið er að gera French Toast og það er að dusta flórsykri yfir herlegheitin stuttu eftir að þau koma úr ofninum. Það er algjört lykilatriði og gerir brauðið enn þá sætara og sjúklegra. Svo finnst mér líka mjög gott að bera það fram með litríkum berjum og ávöxtum, sérstaklega þessa týpu hér því brauðið sjálft er svo einfalt.

Þetta er réttur sem allir geta gert og slær alltaf i gegn þegar ég tek mig til og býð í brönsj.

Nóg um mig og mínar langanir – ég kynni: French Toast a la Blaka.


French Toast - fullkomið í morgunmat
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Smyrjið eldfast mót sem er sirka 30 sentímetra langt með smjöri eða olíu og hitið ofninn í 175°C.
  2. Blandið eggjum, rjóma, sykri, hálfum bolla af púðursykri, vanilludropum, 2 teskeiðum af kanil og múskati vel saman.
  3. Skerið skorpuna af brauðinu og leggið sneiðarnar í bleyti í eggjablöndunni þar til brauðið er búið að sjúga í sig nær allan vökvann.
  4. Blandið hveiti, restinni af púðursykrinum, restinni af kanilnum og saltinu vel saman í annarri skál og vinnið smjörið vel saman við blönduna.
  5. Raðið brauðsneiðunum í eldfasta mótið. Ef það er vökvi eftir í skálinni skulið þið leyfa brauðinu aðeins að hvíla og hella restinni af vökvanum reglulega ofan á það. Dreifið síðan hveitiblöndunni yfir brauðið og bakið í 45 til 50 mínútur, eða þar til topppurinn er stökkur og fallegur. Og ekki gleyma flórsykrinum áður en þið berið þessa dásemd fram!

Umsagnir

Umsagnir