Uppskriftinni minni að Snickers-eplaköku er búið að deila rúmlega 4000 sinnum og er ég ævinlega þakklát fyrir það. En út af því að hún er svo ofboðslega vinsæl ákvað ég að taka smá snúning á þeirri uppskrift, breyta henni aðeins og hlaða í kaffieplaköku.

Ég hafði mínar efasemdir um að þetta myndi virka en viti menn – þetta svínvirkar. Algjört lostæti sem er svo ofureinfalt að skella saman að það hálfa væri nóg.

Þið verðið að prófa þessa – þó að þið drekkið ekki kaffi. Hún er æði! En passið ykkur á henni líka. Ég hlóð í eina svona heila og kláraði hana næstum því alla ein! Ekki segja neinum!


Fáránlega einföld kaffieplakaka
Hráefni
Fylling
Mulningur
Leiðbeiningar
Fylling
  1. Hitið ofninn í 180°C og takið til meðalstórt eldfast mót.
  2. Blandið öllu í fyllinguna saman í skál og leyfið því að liggja í um hálftíma.
  3. Setjið fyllinguna í botninn á eldfasta mótinu en látið sem mestan safa leka af henni svo að kakan verði ekki of blaut.
Mulningur
  1. Blandið öllum hráefnum, nema karamellum, saman þar til blandan líkist blautum sandi.
  2. Raðið karamellunum ofan á eplin og dreifið síðan mulningnum ofan á.
  3. Bakið í 35-40 mínútur og leyfið kökunni að standa í 10-15 mínútur áður en þið dýfið ykkur í hana.

Umsagnir

Umsagnir