Mér finnst óskaplega gaman að baka brauð, til dæmis eins og þetta hvítlauksbrauð. En mér fannst það ekkert alltaf. Ég var óttalegur klaufi þegar kom að brauðbakstri, en ég held að hluta til að það hafi verið út af því að ég hræddist slíka tegund af bakstri.

Ég miklaði það fyrir mér að þurfa að blanda geri í vökva sem var ekki of heitur eða kaldur, bíða, láta brauðið hefast, hnoða og bíða svo aðeins meira. Djöfulsins vesen!

Í dag finnst mér hins vegar fátt jafn skemmtilegt eins og að baka brauð. Ég hef fundið ró í að baka brauð og út af því að ég er búin að æfa mig svo sjúklega mikið þá kann ég líka að velja mér hvers kyns brauð ég vil baka hverju sinni, allt eftir skapi.

Ég baka þetta hvítlauksbrauð þegar ég hef tíma og þolinmæði til að dunda mér aðeins. Þegar ég þarf ekkert að hlaupa strax út úr húsi og get bara notið þess að láta tímann líða eins og ekkert sé. Sem gerist reyndar ekki oft.

Ég elska líka þessa uppskrift því hún er svo einföld og útkoman er gjörsamlega geggjuð. Svo er ég líka alveg vitlaus í hvítlauksbrauð (ég meina, hver er það ekki?) og gæti borðað það í kvöldmat öll kvöld vikunnar.

Þannig að ég kynni þetta dásamlega hvítlauksbrauð sem ekki er hægt að fá nóg af.


Dásamlegt hvítlauksbrauð sem bráðnar í munni
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Blandið vatni, geri og sykri vel saman í sóttir skál og látið þetta bíða í 5 til 10 mínútur, eða þar til blandan byrjar að freyða.
  2. Bræðið 2 matskeiðar af smjöri og hitið mjólkina þannig að hún sé volg. Blandið þessu tvennu saman og síðan saman við gerblönduna.
  3. Blandið egginu og saltinu vel saman við og síðan hveitinu. Munið að blanda hveitinu ekki öllu saman í einu heldur bara eftir þörfum. Deigið á að vera aðeins klístrað en ekki festast allt við puttana.
  4. Smyrjið smá olíu í aðra skál og leyfið deiginu að hvíla þar í eina klukkustund á meðan það hefast. Munið að hylja skálina með hreinu viskastykki.
  5. Dustið hveiti á borðflöt og hnoðið deigið í nokkrar mínútur. Bætið meira hveiti við eftir þörfum. Smyrjið eldfast mót og skiptið deiginu í 8 fallegar kúlur. Raðið kúlunum í eldfasta mótið. Hyljið með viskastykkinu og látið hefast í hálftíma til viðbótar.
  6. Hitið ofninn í 190°C. Bræðið restinni af smjörinu og blandið því saman við kryddjurtirnar. Bakið bollurnar í 20 til 25 mínútur og penslið þær með smjörblöndunni um leið og þær koma úr ofninum. Stráið sjávarsalti yfir þær og berið fram. Nammi, namm!

Umsagnir

Umsagnir