Mjög oft grípur þörfin að baka mig þegar ég á síst von á og með aðeins grunnhráefni í skápunum, eins og egg, hveiti og sykur, leita ég að einhverju sniðugu til að krydda kökurnar með.

Þessi þörf greip mig um daginn og sem betur fer átti ég nokkra Æði-bita uppí skáp. Ég skil enn ekki af hverju þeir leyndust á bak við hitt og þetta því yfirleitt er ég ófær um að geyma nammi heima hjá mér.

En aftur að bökunartilrauninni. Ég mixaði frekar boring kaffimúffur og ákvað að skella Æði-bitunum í þær og henda svo yfir þær hvítum súkkulaðiglassúr til að halda mér í þemanu. Ég sá svo sannarlega ekki eftir því! Þvílíkt lostæti!

Þessi uppskrift er frekar lítil og dugir í um það bil tíu múffur þannig að ekki hika við að tvöfalda hana – þessar kökur eiga það skilið.


Æðisgengnar múffur með glassúr
Hráefni
Múffur
Glassúr
Leiðbeiningar
Múffur
  1. Hitið ofninn í 170° og takið múffuformin til.
  2. Blandið smjöri, sykri, eggjum og kaffi saman í stórri skál. Bætið því næst hveiti, lyftidufti og kakói saman við. Blandið mjög vel saman.
  3. Deilið deiginu á milli möffinsforma og ýtið hálfum Æði-bita ofan í hvert form. Bakið í 20 til 25 mínútur og leyfið kökunum að kólna alveg áður en glassúr er settur á.
Glassúr
  1. Bræðið saman súkkulaði, rjóma og smjör þar til allt er vel blandað saman.
  2. Blandið flórsykrinum saman við og hrærið vel. Hellið yfir kökurnar að vild.

Umsagnir

Umsagnir