Eins og þeir sem hafa eitthvað skoðað þessa síðu mína vita, þá er ég ekkert sérstaklega hrifin af því að sleppa sykri, hveiti og öðru mishollu í mínum bakstri.

Hins vegar grípur mig stundum einhver þörf að gera eitthvað annað, ekki alltaf treysta á það sem ég kann best, sem er að sykursmyrja allt til andskotans. Þannig að eitt kvöld í vikunni ákvað ég að prófa að gera hveiti- og sykurlausa súkkulaðiköku. Ég ætla að vera alveg hreinskilin, ég hafði alls ekki mikla trú á þessari köku minni.

Það er auðvitað ekkert mál að sleppa hveiti í súkkulaðikökum og hef ég gert það margoft með góðum árangri. En að sleppa sykri líka olli mér miklum kvíða. Yrði þetta algjör viðbjóður? Óætt? Myndi lenda beint í ruslinu?

En viti menn, er kakan kom glóðvolg úr ofninum fann ég á lyktinni að ég hafði gert eitthvað rétt. Ég skar aðeins af toppinum á henni og smakkaði og nánast hrundi niður í gólf af ánægju. Þetta gat ég! En hvað er súkkulaðikaka án krems?

Ég gæti, án gríns, borðað smjörkrem eintómt í öll mál. Ég eeeelska smjörkrem og mér finnst bara skrýtið þegar fólk sleppir tækifæri á að smyrji vel af kremi á kökur. En ég gat auðvitað ekki sett smjörkrem á þessa hollustuköku mína. Það væri náttúrulega algjört stílbrot. Þannig að ég ákvað að leika mér aðeins með gríska jógúrt. Aftur hafði ég litla trú á að þetta gæti orðið eitthvað í líkingu við það sem ég var vön en aftur varð ég skemmtilega hamingjusöm. Þetta jógúrtkrem mitt var bara algjörlega frábært, þó ég segi sjálf frá! Silkimjúkt og einstaklega bragðgott.

Þannig að, þegar þetta tvennt kom saman, dásamlega hollustukakan og skýjakremið mitt, varð þessi kaka til. Og ég er ekkert að grínast með að hún sé himnasæla!

Þessa köku mun ég sko baka aftur og aftur og aftur.


Sykur- og hveitilaus himnasæla
Hráefni
Kremið
Leiðbeiningar
Kakan
  1. Hitið ofninn í 175°C og takið til form sem er sirka 18 sentímetra stórt. Setjið smjörpappír í botninn og smyrjið svo hliðarnar á forminu með olíu eða smjöri.
  2. Maukið bananana og blandið þeim saman við eggin. Blandið síðan vanilludropum, jógúrti og hunangi saman við.
  3. Blandið síðan restinni af hráefnunum saman við þar til allt er blandað saman en ekki hræra of lengi.
  4. Skellið deiginu í form og bakið í sirka 25 mínútur á blæstri. Leyfið kökunni að kólna áður en kremið er sett á.
Kremið
  1. Blandið öllum hráefnunum vel saman, nema flögunum, og smakkið kremið til. Hellið því ofan á kökuna og skreytið með kókosflögum. Hér væri líka tilvalið að skreyta með ferskum berjum. Verði ykkur innilega að góðu!

Umsagnir

Umsagnir