Svíar eru algjörir snillingar í að búa til kökur sem heimurinn elskar og kladdkakan er gott dæmi um það.

Kladdkakan er yndislega klístruð og djúsí og gæti ég alveg borðað hálfa svoleiðis án þess að blikka augunum. Ókei, ég gæti borðað heila kladdköku. Ég viðurkenni það!

En mig langaði að athuga hvort kladdkaka með Mars-i væri mesta snilld síðan ég fattaði smjörkrem sex ára gömul eða hvort það væri aðeins of mikið af því góða að bæta súkkulaðinu við.

Viti menn – kladdkaka með Mars-i er svo óheyrilega góð að ég átti varla afgang af henni til að gefa heimilisfólkinu! Karamellan í Mars-inu er ljúffeng viðbót við klístruðu kökuna og gerir hana bara enn klístraðri. Því mæli ég með því ef þið eruð svo gáfuð og vel gerð að prófa þessa uppskrift að þið smyrjið formið vel og setjið bökunarpappír í botninn. Ekki samt reyna að ná kökunni af formbotninum því hún er alltof klístruð en pappírinn allavega verndar húðina í forminu svo þið eyðileggið það ekki. Þið gætuð líka reynt að skera varlega en ég get ekki lofað því að þið getið hamið ykkar eigin græðgi þegar þið smakkið þessa dásemd!


Sænsk kladdkaka með Mars-i
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 175°C og smyrjið hringlaga form. Ég vil hafa mína kladdköku þunna og smurði því form í stærri kantinum.
  2. Bræðið smjörið og Mars-ið saman í potti eða örbylgjuofni. Ef þið notið örbylgjuofn megið þið bara hita blönduna í 30 sekúndur í senn - annars getur súkkulaðið brunnið við. Ef þið notið pott hafið þá hitann lágan.
  3. Blandið öllum hinum hráefnunum saman við smjörblönduna og skellið herlegheitunum í formið.
  4. Bakið í 30 mínútur og leyfið kökunni að kólna í forminu. Dóttir mín vildi endilega skreyta þessa og því fékk hún að gera það með litlum sykurpúðum sem fást í Söstrene Grene.

Umsagnir

Umsagnir