Jæja, krakkar mínir. Ég er hér til að færa ykkur gleðitíðindi. Ég bakaði nefnilega svo svakalega góðar smákökur um daginn að ég get ekki annað en deilt uppskriftinni með ykkur! Hér á bæ er hvítt súkkulaði í guðatölu og því var það notað sem útgangspunkturinn í þessari epísku snilld.

Sko, ég hef löngum verið mjög hrifin af því að nota búðingsduft í bakkelsi, eins og þið sjáið til dæmis í kanilsnúðunum mínum og Costco-kökunni sívinsælu. Og út af því að þær tilraunir hafa ávallt gefið góða útkomu, ákvað ég að para saman hvítt súkkulaði og búðingsduft.

Ég skellti mér í Kost áður en tilkynnt var að verslunin myndi loka og keypti þar instant bananabúðing. Ég taldi mig örugga því ég vissi ekki að Kostur yrði kannski horfinn þegar ég skrifaði þessa færslu. En til að róa taugar þá má að sjálfsögðu nota hvaða búðingsduft sem er. Ég hef á tilfinningunni að Royal-vanillubúðingur með karamellu- eða vanillubragði væri tilvalinn í þessa uppskrift.

En, allavega. Ég valdi að nota hvítt súkkulaði og bananabúðing til að fullkomna kökurnar mínar og maður minn! Þessar kökur eru algjört lostæti. Ef ég væri ekki nú þegar gift þá myndi ég giftast þeim!

Ég fékk stelpurnar mínar, sem eru tveggja og sjö ára, í lið með mér og áttum við notalega aðventustund í bakstri. Það sannar að það er ekkert mál fyrir yngstu kynslóðina að taka þátt í þessu meistarastykki og höfðu þær gaman að því að demba kökudeiginu á ofnplöturnar. Ég er ekki frá því að þessar kökur hafi einmitt orðið svona extra góðar út af allri ástinni sem umlukti þær þegar þær voru bakaðar.

En nú er ég komin út á væmna braut og því ekki seinna vænna en að kynna ykkur fyrir uppskriftinni að þessum smákökum sem innihalda hvítt súkkulaði og bananabúðing – nú eða hvaða búðing sem er.

Njótið vel og lengi elsku dúllubossarnir mínir!


Hvítt súkkulaði og bananabúðingur
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Byrjum á því að hita ofninn í 180°C og setja smjörpappír á ofnplötur.
  2. Hrærið smjöri og sykri vel saman þar til blanda er létt og ljós. Bætið síðan eggi og vanilludropum saman við.
  3. Blandið hveiti og búðingi saman í lítilli skál og blandið síðan saman við smjörblönduna.
  4. Blandið síðan hvíta súkkulaðinu saman við með sleif eða sleikju.
  5. Kælið deigið í frysti í sirka korter. Búið síðan til litlar kúlur úr deiginu og raðið þeim á ofnplötu. Þrýstið lítið eitt á þær svo þær fletjist út.
  6. Bakið í 12-15 mínútur og leyfið þessum æðibitum aðeins að kólna.

Umsagnir

Umsagnir