Það kemur tími í lífi hvers blakara að hann býr eitthvað til með sínum tveimur mennsku höndum sem er svo gott að hann trúir því varla að þetta himneska lostæti sé í raun hans sköpunarverk. Það á við um þessa köku.
Það er alveg ótrúlegt hvað popp getur bætt miklu við í bakstri og þess vegna er ég svo endalaust ánægð að hafa hent mér í þetta þema – þó það hafi stundum orðið til þess að ég hafi klúðrað í eldhúsinu á epískan hátt.
En þessi kaka er ekkert klúður. Hún er algjörlega dásamleg. Fullkomlega ómótstæðileg. Dúndur! Og enn fremur eitt það fallegasta sem ég hef búið til í eldhúsinu.
Vanillukaka með karamellukremi og súkkulaðipoppi
|
|
Hráefni
Kökubotnar
- 2 3/4bollar Kornax-hveiti
- 1 2/3bollar sykur
- 1tsk lyftiduft
- 3/4tsk salt
- 170g mjúkt smjör
- 4 stórar Nesbú-eggjahvítur
- 1 stórt Nesbú-egg
- 1bolli mjólk
- 2tsk vanilludropar
Krem
- 250g mjúkt smjör
- 4 bollar flórsykur
- sjávarsalt
- 3/4bolli karamellusósa
Popp
Leiðbeiningar
Kökubotnar
- Hitið ofninn í 180°C og takið til tvö 18-20 sentímetra, hringlaga form. Klæðið þau með smjörpappír.
- Blandið öllum þurrefnum vel saman í skál þar til þau líkjast sandi. Blandið síðan smjörinu saman við.
- Bætið eggjahvítunum saman við á meðan hrærivélin er í gangi og síðan heila egginu.
- Loks er mjólk og vanilludropum blandað vel saman við, deiginu skipt á milli formanna tveggja og botnarnir bakaðir í 27-35 mínútur.
- Leyfið kökunum svo alveg að kólna áður en þið smyrjið á þær kremi.
Krem
- Blandið öllum hráefnum vel saman.
- Smyrjið dágóðri slummu af kremi á annan botninn og setjið síðan hinn botninn ofan á. Þekið kökuna með kreminu og skreytið að vild.
Popp
- Bræðið súkkulaðið og blandið því vel saman við poppið. Skreytið kökuna með þessari gersemi.