Þar sem ég byrjaði á að búa til Paleo-súkkulaði í þessum Paleo-mánuði þá varð ég að nota það til að búa til Paleo-brúnku, eða brownie. Ef þið nennið ekki að búa til súkkulaðið en viljið hafa kökuna Paleo þá þurfið þið að leita að súkkulaði sem er ekki með viðbættum sykri eða mjólkurdufti.

Þessi kaka er svakalega einföld og þó þetta sé ekki sykurfyllt súkkulaðisprengja með fullt, fullt, fullt af smjörkremi þá er hún mjög bragðgóð. Meira að segja mér, sykurfíklinum, finnst það!

Þannig að ég mæli einstaklega vel með þessari uppskrift fyrir þá sem eru að feta sín fyrstu spor í þessum sykur-, hveiti- og mjólkurvörulausa bransa. Ef ég get þetta, þá getur þú það!


Unaðsleg Paleo-brúnka
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 170°C og takið til nokkur lítil form eða eitt 20x20 sentímetra brúnkuform.
  2. Blandið kókoshveiti og kakói vel saman í skál og setjið til hliðar.
  3. Blandið olíu, eggjum, hunangi og vanilludropum vel saman í annarri skál.
  4. Blandið þurrefnunum saman við og leyfið þessu að standa í 5 mínútur svo kókoshveitið geti dregið í sig vökvann.
  5. Blandið súkkulaðibitunum saman við með sleif eða sleikju.
  6. Setjið deigið í form og bakið í 30-40 mínútur.

Umsagnir

Umsagnir