Auðvitað þurfti ég að blanda saman mínum yndislega rjómaosti við ljúffengar piparkökur og búa til eitt stykki unaðslega ostaköku. Hélduð þið nokkuð að ég myndi gleyma því?
Hér þarf nánast engin orð nema: Til hamingju með að vera búin að finna eftirréttinn á gamlárs!
Þessi ostakaka þarf mikla ást en ef þið fylgið uppskriftinni er þetta akkúrat ekkert mál. Og ég get lofað ykkur því að það verður svo mikið partí í munninum ykkar að þið eigið aldrei eftir að vilja hætta að borða þessa köku. Aldrei!
Unaðsleg ostakaka með piparkökum
|
|
Hráefni
Botn
- 35 piparkökur
- 5msk brætt smjör
Ostakökulag
- 340g mjúkur rjómaostur
- 1/2bolli sykur
- 2 lítil Nesbú-egg
- 1/4bolli rjómi
- 1tsk vanilludropar
Piparkökulag
- 1/2bolli Kornax-hveiti
- 1/2tsk matarsódi
- 1/2tsk engifer
- 1/4tsk negull
- 1/2tsk kanill
- 1msk sykur
- 1/8bolli síróp eða mólassi
- 30g mjúkt smjör
- 1 lítið Nesbú-egg
- 1/2tsk vanilludropar
- 1/4bolli súrmjólk
Skreyting
- 1bolli rjómi
- 1 piparkökuNizza
Leiðbeiningar
Botn
- Myljið piparkökur í matvinnsluvél og blandið mulningnum saman við smjörið.
- Spreyið 18 sentímetra, hringlaga form með bökunarspreyi og þrýstið piparkökublöndunni ofan í botninn. Setjið til hliðar.
Ostakökulag
- Blandið sykri og rjómaosti vel saman. Bætið síðan eggjunum við, einu í einu.
- Bætið rjómanum og vanilludropunum vel saman við og hellið helmingnum af blöndunni yfir botninn.
Piparkökulag
- Blandið öllum þurrefnum vel saman.
- Blandið restinni af hráefnunum vel saman í annarri skál og blandið síðan þurrefnunum varlega saman við.
- Setjið nokkrar matskeiðar af piparkökudeiginu ofan á ostakökulagið. Skiptist á að setja ostakökublönduna og piparkökublönduna í formið þar til allt er búið en reynið að láta ostakökublönduna hylja toppinn.
- Hitið ofninn í 170°C og setjið kökuformið vefjið álpappír um botninn á kökuformið og upp hliðarnar.
- Setjið kökuformið í stóra ofnskúffu og hellið vatni í skúffuna þar til það nær upp á hálft formið.
- Bakið í 60-70 mínútur, slökkvið á ofninum og leyfið kökunni að vera í ofninum í 20-25 mínútur í viðbót.
- Takið kökuna úr forminu og leyfið henni að kólna við stofuhita. Setjið síðan plastfilmu yfir hana og kælið í ísskáp í að minnsta kosti 6 klukkustundir.
Skreyting
- Þeytið rjómann og saxið Nizza og skreytið kökuna að vild.