Jæja, þá er komið að fyrstu uppskriftinni á milli jóla og nýárs. Ég vona svo innilega að þið hafið fundið eitthvað sem þið hafið getað bakað á aðventunni og að það hafi glatt ykkur og ykkar nánustu.

Ég geri ráð fyrir að flestir séu búnir að baka jólasmákökurnar en ég mæli samt með því að þið hendið í eina uppskrift í viðbót fyrir jólin því þessar samlokukökur eru osom!

Uppskriftin er ótrúlega einföld og fékk ég krakkana mína til að setja kremið á og þeim fannst það rosalega skemmtilegt. Takið ykkur smá hvíld frá jólastressinu og eyðið tveimur klukkutímum með fjölskyldunni í eldhúsinu. Kveikið á kertum, spilið ykkar eftirlætis jólalög og bara njótið stundarinnar – það jafnast ekkert á við það!


Samlokukökur fullar af piparkökubragði og rjómaosti
Hráefni
Kökurnar
Leiðbeiningar
Kökurnar
  1. Hitið ofninn í 180°C og klæðið ofnplötur með bökunarpappír.
  2. Blandið hveiti, engiferi, kanil, lyftidufti og matarsóda vel saman í skál.
  3. Hrærið smjör og púðursykur saman í annarri skál. Blandið egginu saman við og því næst sírópi og sýrðum rjóma.
  4. Blandið þurrefnunum varlega saman við smjörblönduna.
  5. Búið til litlar kúlur úr deiginu og raðið þeim með góðu millibili á ofnplötur. Fletjið kúlurnar aðeins út með lófanum.
  6. Bakið í 10 til 12 mínútur og leyfið kökunum alveg að kólna.
Kremið
  1. Blandið öllum hráefnum vel saman og smyrjið kreminu á helminginn af kökunum. Setjið síðan kökurnar saman og njótið. Þetta verða um 20 kökur.

Umsagnir

Umsagnir