Nú er Hrekkjavakan nýafstaðin og yndislegt að taka á móti börnum í leit að gotteríi í myrkrinu.

Ég hef stundum brugðið á það ráð að búa til karamellupopp fyrir gesti og gangandi sem slær alltaf rækilega í gegn og klárast upp til agna.

Karamellupopp er líka eitt af þessu kruðerí sem sómir sér vel í jólapakkann, sér í lagi fyrir þá sem eiga allt. Fallegur poki af karamellupoppi og ilmandi kaffipoki er til að mynda frábær jólagjöf sem kostar ekki mikið og er þokkalega umhverfisvæn í þokkabót.

Hér er mín uppskrift að karamellupoppi. Þetta er örlítið dútl og dundur en alls ekki flókið eða erfitt. Stóri plúsinn í þessu brasi öllu saman er að húsið fyllist af yndislegri karamellulykt.

Gerist ekki betra!


Tjúllað karamellupopp
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 120°C og setið smjörpappír á 2 ofnplötur. Poppið poppið og dreifið því á plöturnar. Týnið frá allan poppmaís sem hefur ekki poppast.
  2. Setjið smjör, púðursykur og síróp í pott yfir meðalhita og bræðið saman á meðan þið hrærið stanslaust í blöndunni. Náið upp suðu þegar að allt er bráðnað saman. Leyfið blöndunni að sjóða í 5 mínútur án þess að hræra.
  3. Slökkvið á hitanum og blandið salti, vanilludropum og matarsóda saman við. Hrærið vel í ca 1 mínútu.
  4. Hellið blönduninni yfir poppið. Ég á yfirleitt aðeins afgangs og nota bara karamellu eftir smekk. Hrærið vel í poppinu þannig að allt poppið fái smá karamellu á sig og í.
  5. Setjið herlegheitin inn í ofn í klukkutíma og hrærið í á korters fresti. Leyfið þessu að kólna og hámið svo í ykku!

Umsagnir

Umsagnir

This entry was posted in Konfekt.