Ef þið hafið ekki smakkað Toskaköku til þessa, þá skuluð þið lesa áfram vel og vandlega. Þið munuð ekki sjá eftir því.

Toskakaka er sænsk að uppruna og er afskaplega vinsæl á Norðurlöndunum. Við erum að tala um dúnmjúkan svampbotn sem er toppaður með möndlukaramellubræðingi sem er gjörsamlega ómótstæðilegur. Þessi kaka bráðnar í munni!

Toskakakan hefur ekki náð að skjóta rótum í hjörtum Íslendinga, en hún minnir hins vegar um margt á sjónvarpskökuna okkar. Ég hugsa að ef við myndum skipta möndlunum út fyrir kókos þá myndi kakan komast ansi nálægt sjónvarpskökunni okkar dásamlegu.

En Toskakakan er stjarna þessarar færslu. Óvíst er af hverju hún heitir Toskakaka, en það gæti verið til að hylla Toskana-hérað í Ítalíu, þar sem möndlur eru ansi vinsælt góðgæti. Það besta við þessa köku er að hún er afskaplega falleg og lítur út eins og maður hafi þrælað í eldhúsinu tímunum saman. Hins vegar er svo einfalt að vippa upp þessari köku að það hálfa væri nóg!

Þessa uppskrift ber að geyma – að eilífu.


Tælandi Toskakaka
Hráefni
Kökubotn
Möndlukaramella
Leiðbeiningar
Kökubotn
  1. Hitið ofninn í 175°C og takið til hringlaga form sem er 18-20 sentímetra stórt. Smyrjið það vel og dustið það síðan með hveiti.
  2. Bræðið smjörið í lítilli skál og blandið rjóma og vanilludropum saman við. Setjið til hliðar og leyfið að kólna aðeins.
  3. Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í stórri skál.
  4. Þeytið egg og sykur saman í annarri skál þar til blandan er ljósgul og búin að tvöfaldast í ummáli. Þetta tekur um 3-4 mínútur.
  5. Blandið þurrefnum saman við eggjablönduna. Passið að blanda ekki of mikið - bara nóg þannig að allt blandist saman.
  6. Blandið smjörblöndunni saman við og þá gildir sama regla - ekki blanda of mikið.
  7. Hellið deiginu í formið og bakið í 20 mínútur.
Möndlukaramella
  1. Bræðið smjörið í litlum potti yfir meðalhita. Bætið möndlunum saman við og steikið þar til þær eru orðnar gylltar. Hrærið vel í svo allar möndlur steikist jafnt.
  2. Blandið rjóma, sykri og salti saman við og hækkið hitann. Leyfið blöndunni að sjóða og hrærið á meðan. Hrærið í 2-3 mínútur, eða þar til blandan er orðin dekkri og karamellubrún. Takið af hitanum.
  3. Smyrjið blöndunni yfir kökubotninn og setjið hann aftur inn í ofn. Bakið í 10-15 mínútur til viðbótar.
  4. Leyfið kökunni að kólna í 10-15 mínútur áður en hún er tekin úr forminu. Reynið síðan að hemja ykkur aðeins áður en þið gúffið þessu í ykkur!

Umsagnir

Umsagnir

This entry was posted in Kökur.