Það er  varla hægt að bjóða uppá berjamánuð hér á Blaka án þess að baka úr bláberjum – eftirlæti Íslendinga.

Nú flykkist þjóðin í berjamó og það þarf náttúrulega að gera eitthvað við öll þessi ber. Og þegar búið er að fylla um það bil trilljón sultukrukkur er tilvalið að hlaða í þessar bláberjamúffur. Ofureinföld uppskrift en bragðið himneskt! Þannig vil ég hafa það!


Súperauðveldar bláberjamúffur
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 220°C. Blandið saman hveiti, sykri, lyftidufti, salti og sítrónuberki saman í skál og setjið til hliðar.
  2. Blandið eggjum, mjólk, vanilludropum, olíu og sítrónusafa saman í annarri skál.
  3. Blandið eggjablöndunni saman við þurrefnin og hrærið vel saman.
  4. Bætið bláberjunum varlega út í blönduna.
  5. Deilið deiginu á milli möffinsforma og drissið smá púðursykri yfir hverja og eina köku.
  6. Bakið í 20 til 25 mínútur og leyfið kökunum aðeins að jafna sig áður en þið gúffið þeim í ykkur.

Umsagnir

Umsagnir