Þetta sykurpúðaþema er alveg að fara með mig! Það er alveg sama hvað ég baka – það er bara allt aðeins betra með sykurpúðum.

Til dæmis þessar pönnukökur. Þær eru mjög góðar einar og sér en síðan ákvað ég að leika mér með sykurpúðasósu í staðinn fyrir síróp og maður minn! Þetta er náttúrulega bara rugl! Þið verðið að prófa þessa uppskrift!


Súkkulaðipönnukökur með sykurpúðasósu
Hráefni
Pönnukökur
Sykurpúðasósa
Leiðbeiningar
Pönnukökur
  1. Blandið saman hveiti, hafrakexi, lyftidufti og salti í skál.
  2. Blandið mjólk, eggi, vanilludropum og olíu saman við og hrærið vel.
  3. Hitið smjör á pönnu og hellið 2 msk af deigi á heita pönnuna. Stráið súkkulaðibitum ofan á og steikið í 2-3 mínútur. Snúið við og steikið í aðrar 2 mínútur. Endurtakið þar til allt deigið er búið.
Sykurpúðasósa
  1. Bræðið smjör í potti yfir lágum hita.
  2. Bætið sykurpúðum út í og hrærið stanslaust þar til allt er bráðnað saman.
  3. Hellið sykurpúðasósunni yfir pönnukökurnar og stráið smá hafrakexi yfir. Þetta þarf að borða strax því sykurpúðasósan er fljót að harðna.

Umsagnir

Umsagnir