Mér finnst ofboðslega gaman að leyfa dóttur minni að hjálpa mér í eldhúsinu því henni finnst alveg einstaklega gaman að baka. Þessi kaka er mjög einföld og tilvalið að leyfa krökkunum að hjálpa.

Dóttir mín reyndar lét sér ekki nægja að baka heldur tróð sér inn á myndirnar líka enda athyglissjúk eins og mamma sín.

Og já, fyrir þá sem ekki vita, brúnka er það sem kallast brownie á ensku.


Rauð flauelisbrúnka með rjómaosti
Hráefni
Rjómaostablanda
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 175°C. Smyrjið ílangt kökuform.
  2. Blandið saman rjómaosti, sykri og vanilludropum. Bætið egginu við og setjið blönduna til hliðar á meðan þið gerið brúnkudeigið.
  3. Bræðið súkkulaði og smjör saman. Hrærið sykrinum saman við súkkulaðiblönduna.
  4. Blandið eggjunum, matarlitnum og vanilludropunum saman við.
  5. Blandið því næst hveiti, kakó og lyftidufti saman við blönduna og hrærið vel saman.
  6. Hellið meirihlutanum af deiginu í formið, eða allt nema um hálfur bolli.
  7. Drissið rjómaostablöndunni yfir og búið til óreglulegt mynstur. Notið hálfa bollan af rauða deginu til að setja á þau svæði sem eru þakin með rjómaostablöndunni.
  8. Notið hníf til að blanda litunum létt saman og bakið í um 45 mínútur.

Umsagnir

Umsagnir