Þessi kaka vakti mikla lukku í Bökunarmaraþoni Blaka og ég náði varla að koma henni á borðið áður en hún var kláruð upp til agna!
Það eru margir búnir að spyrja mig út í þessa uppskrift en í hana nota ég Butterscotch-bita frá Hershey’s. Þeir eru hins vegar ekki alltaf til í búðum sem er algjör skandall en ég er dugleg að láta fylgjendur mína vita þegar ég finn þá. Oftast hef ég fundið þessa bita í Krónunni á Granda.
En ef þeir finnast ekki þá má alveg nota rjómasúkkulaði í þessa uppskrift eða leika sér með einhvers konar karamellusúkkulaði. Það er hins vegar karamellusósan ofan á sem gerir kökuna og því verður hún sjúklega góð sama hvað þið notið!
Óviðjafnanleg karamellukaka
|
|
Hráefni
Kakan
- 115g mjúkt smjör frá MS
- 1/2bolli sykur
- 1/2bolli ljós púðursykur frá Kötlu
- 1 stórt Nesbú-egg
- 1tsk vanilludropar frá Kötlu
- 1bolli Kornax-hveiti
- 1/2tsk lyftiduft frá Kötlu
- 1/2bolli butterscotch-bitar
Sósan
- 115g mjúkt smjör frá MS
- 1bolli púðursykur frá Kötlu
- 1bolli rjómi frá MS
- 1/2tsk sjávarsalt frá Kötlu
- 2tsk vanilludropar frá Kötlu
Leiðbeiningar
Kakan
- Hitið ofninn í 180°C og smyrjið 20x20 cm form eða hringlaga form sem er 18-20 cm..
- Blandið smjöri, sykri og púðursykri vel saman í skál. Bætið eggi og vanilludropum saman við og hrærið vel.
- Bætið hveiti og lyftidufti saman við og blandið öllu vel saman.
- Blandið 2/3 af Butterscotch-bitunum saman við með sleif eða sleikju.
- Hellið blöndunni í formið og stráið restinni af bitunum ofan á.
- Bakið í 30-35 mínútur og leyfið kökunni að kólna í um 20 mínútur áður en þið hellið sósunni ofan á.
Sósan
- Bræðið smjörið í potti eða á pönnu yfir meðalhita.
- Bætið púðursykri, rjóma og salti saman við og blandið vel saman.
- Látið koma upp suðu í blöndunni, lækkið síðan hitann og leyfið þessu að malla í 5 mínútur. Passið að hræra oft í blöndunni.
- Takið af hitanum og hrærið vanilludropunum saman við. Sósan þykknar eftir því sem hún kólnar meira.
- Hellið sósunni yfir volga kökuna.