Þessi mánuður er eiginlega hættur að vera fyndinn. Ég bara trúi því varla hvað ég er búin að framleiða mikið af dýrðar dásemdum í eldhúsi Blaka. Og enn eru nokkrir dagar eftir!

Hérna kemur ein ofureinföld. Eiginlega asnalega einföld. En það er ekkert annað asnalegt við þessa köku. Nema kannski hvað hún er asnalega góð!

Það elska þessa köku allir – meira að segja þeir sem hata ostakökur! Og meira að segja litlir krakkar sem vilja helst bara sleikja krem af múffum og láta sig svo hverfa eins og elding. Þið verðið bara að baka þessa!


Ostakakan sem bræðir alla
Hráefni
Botn
Ostakaka
Leiðbeiningar
Botn
  1. Hitið ofninn í 180°C og takið til hringlaga form - sirka 18-20 sentímetra. Smyrjið formið vel.
  2. Blandið hveiti og púðursykur vel saman í skál. Skerið kalt smjörið í teninga og myljið það ofan í hveitiblönduna.
  3. Hnoðið deigið vel þar til allt er orðið vel blandað saman - þetta tekur nokkrar mínútur.
  4. Þrýstið 1/2 - 3/4 af deiginu í botninn á forminu og geymið rest. Bakið botninn í 20 mínútur og leyfið honum að kólna alveg.
Ostakaka
  1. Þeytið rjómaostinn þar til hann er alveg kekkjalaus.
  2. Bætið sykri, vanilludropum og eggjarauðu saman við og hrærið vel.
  3. Hellið blöndunni ofan á kældan botninn. Setjið svo teskeið og teskeið af jarðarberjasultu hér og þar ofan á ostakökulagið.
  4. Myljið restina af deiginu sem fór í botninn ofan á jarðarberjasultuna og bakið við 180°C í þrjátíu mínútur. Kælið alveg áður en þið dýfið ykkur í þessa.

Umsagnir

Umsagnir