Kökurnar gerast ekki mikið einfaldari en þessar en þær gerast líka ekki mikið betri en þessi hér!

Ég elska haframjölskökur eins og ég hef sagt hér áður og þessi færir þessa ást mína upp á næsta stig. Hver hefði trúað því að nokkur, einföld hráefni gætu skapað eitthvað svona stórkostlegt? En það er satt. Og uppskriftin er ofureinföld!

Get ekki skrifað meira – farin inní eldhús!


Súpereinföld og gómsæt karamellukaka
Hráefni
Kakan
Súkkulaðilag
Karamellusósa
Leiðbeiningar
Kakan
  1. Hitið ofninn í 180°C og takið til ílangt form, ég mæli með 22x33 sentímetra. Klæðið það með smjörpappír.
  2. Blandið smjöri og púðursykri vel saman. Bætið hveitinu við, síðan matarsóda og salti og blandið vel saman.
  3. Blandið haframjölinu við þar til allt er blandað saman en passið ykkur að blanda ekki of lengi. Mér fannst betra að blanda haframjölinu saman við með höndunum.
  4. Þrýstið helmingnum af blöndunni í botninn á forminu og bakið í 10 mínútur.
Súkkulaðilag
  1. Stráið súkkulaðinu yfir botninn um leið og hann kemur úr ofninum.
Karamellusósa
  1. Setjið 1/4 bolla af rjóma og Freyju-karamellurnar í skál og hitið í örbylgjuofni þar til allt er bráðið saman, en bara 30 sekúndur í einu. Gott er að hræra eftir hverjar 30 sekúndur. Ef þið þurfið meiri rjóma þá bara bætið þið honum við.
  2. Hrærið 3 msk af hveiti saman við karamellusósuna til að þykkja hana aðeins. Blandið síðan smá sjávarsalti saman við sósuna.
  3. Hellið karamellusósunni yfir súkkulaðibitana og myljið síðan restina af kökudeiginu yfir sósuna og reynið að hylja hana alla.
  4. Bakið í 20-25 mínútur og leyfið kökunni að kólna áður en þið skerið hana í sneiðar.

Umsagnir

Umsagnir