Þessi skúffukaka sló rækilega í gegn í Bökunarmaraþoni Blaka – svo mikið að ég bakaði hana tvisvar.
Það þurfa einfaldlega allir að eiga góða skúffukökuuppskrift og þessi svínvirkar í hvert einasta sinn! Þessi uppskrift passar í litla skúffu en ef þið viljið baka hana í stóra ofnskúffu þá mæli ég með að tvöfalda hana.
Hvernig væri að baka skúffuköku í dag?
Langbesta skúffukakan
|
|
Hráefni
Skúffukaka
- 2bollar Kornax-hveiti
- 2bollar sykur
- 1/4tsk sjávarsalt til að skreyta
- 230 g smjör frá MS
- 4msk kakó frá Kötlu
- 1bolli sjóðandi heitt vatn
- 1/2bolli súrmjólk frá MS
- 2 stór Nesbú-egg(þeytt)
- 1tsk matarsódi
- 1 tsk vanilludropar frá Kötlu
Krem
- 150g mjúkt smjör frá MS
- 300g flórsykur frá Kötlu
- 1/2bolli Gestus-karamellusósa
- 1tsk vanilludropar frá Kötlu
- 1/4tsk sjávarsalt frá Kötlu
- 1-2msk nýmjólk frá MS
- 1-2bollar Brak frá Góu
- 3-4Msk kakó frá Kötlu
Leiðbeiningar
Skúffukaka
- Hitið ofninn í 180°C og smyrjið eina litla ofnskúffu.
- Blandið hveiti, sykri og salti vel saman í skál.
- Bræðið smjörið í potti og bætið kakói og sjóðandi heitu vatni saman við þegar smjörið er bráðnað.
- Blandið súrmjólk, eggjum, matarsóda og vanilludropum saman í lítilli skál.
- Blandið súrmjólkurblöndunni saman við hveitiblönduna og síðan vatnsblöndunni. Hrærið allt vel saman.
- Hellið blöndunni í skúffuna og bakið í 25-30 mínútur.
Krem
- Þeytið smjörið í 2-3 mínútur og hrærið síðan flórsykrinum saman við.
- Blandið karamellusósu, kakó, vanilludropum og salti vel saman við.
- Ef kremið er of þykkt má bæta smá mjólk saman við.
- Smyrjið kreminu ofan á kólnaða kökuna og skreytið með Braki.