Mér finnst algjör óþarfi að finna einhver dásamleg lýsingarorð fyrir smákökur sem innihalda Kit Kat. Eruð þið ekki sammála?

Maður fær einfaldlega ekki leið á Kit Kat og ekki á þessum kökum heldur.


Kit Kat-kökur
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Blandið saman smjöri, púðursykri og sykri í skál. Bætið því næst eggi og vanilludropum við blönduna.
  2. Blandið hveiti, maizena, matarsóda og salti saman í annarri skál.
  3. Blandið þurrefnum varlega saman við smjörblönduna þar til allt er vel blandað saman. Blandið Kit Kat-bitunum saman við með sleif.
  4. Kælið deigið í að minnsta kosti eina klukkustund.
  5. Hitið ofninn í 170°C og setjið bökunarpappír á ofnplötur. Búið til litlar kúlur úr deiginu og setjið á ofnplötur. Bakið í átta mínútur. Þessar eru góðar bæði sjóðandi heitar og kaldar.

Umsagnir

Umsagnir

Skildu eftir svar