Ég á í svo miklu ástarsambandi við Mars að það er eiginlega vandræðalegt. Mér finnst það bara alltof, alltof, alltof gott! Þannig að auðvitað varð ég að gera Mars-smákökur – annað væri bara skrýtið!

Þessar kökur eru svo einfaldar krakkar að þið trúið því ekki og alveg fullkomin uppskrift fyrir alla fjölskylduna til að skapa skemmtilegar minningar í eldhúsinu.


Epískar Mars-smákökur
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 180°C og setjið smjörpappír á ofnplötur.
  2. Blandið smjöri, púðursykri og sykri mjög vel saman. Bætið því næst vanillubúðingnum saman við.
  3. Bætið vanilludropum og eggi vel saman við.
  4. Blandið hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti vel saman í annarri skál og bætið því næst út í smjörblönduna.
  5. Blandið Mars-bitum varlega saman við með sleif eða sleikju.
  6. Raðið kökunum á plöturnar og bakið í 10-12 mínútur.

Umsagnir

Umsagnir