Ég á í svo miklu ástarsambandi við Mars að það er eiginlega vandræðalegt. Mér finnst það bara alltof, alltof, alltof gott! Þannig að auðvitað varð ég að gera Mars-smákökur – annað væri bara skrýtið!
Þessar kökur eru svo einfaldar krakkar að þið trúið því ekki og alveg fullkomin uppskrift fyrir alla fjölskylduna til að skapa skemmtilegar minningar í eldhúsinu.
Epískar Mars-smákökur
|
|
Hráefni
- 155g mjúkt smjör
- 1/2bolli púðursykur
- 1/4bolli sykur
- 1pakki Royal-vanillubúðingur
- 1/4tsk vanilludropar
- 1 Nesbú-egg
- 1 1/2bolli Kornax-hveiti
- 1/2tsk lyftiduft
- 1/2tsk matarsódi
- 1/4tsk sjávarsalt
- 2-3 Mars-súkkulaði(grófsöxuð)
Leiðbeiningar
- Hitið ofninn í 180°C og setjið smjörpappír á ofnplötur.
- Blandið smjöri, púðursykri og sykri mjög vel saman. Bætið því næst vanillubúðingnum saman við.
- Bætið vanilludropum og eggi vel saman við.
- Blandið hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti vel saman í annarri skál og bætið því næst út í smjörblönduna.
- Blandið Mars-bitum varlega saman við með sleif eða sleikju.
- Raðið kökunum á plöturnar og bakið í 10-12 mínútur.