Jæja, þá er komið að síðustu Paleo-uppskriftinni – í bili allavega. Þessi mánuður er búinn að vera skemmtilegur, stundum erfiður og á köflum frekar kómískur en eitt er víst – ég er búin að uppgötva heilan heim af nýju kruðeríi!

Ég kveð Paleo með vöfflum því ég elska fátt meira en að baka vöfflur. Og þessar vöfflur eru svakalega góðar og alveg hreint dúnmjúkar!

Nú sný ég mér aftur að vinum mínum svo ég komið bókinni minni út á fyrri helmingi þessa árs. Bless Paleo, ég á ekki eftir að sakna þín enda áttu eflaust eftir að hanga í eldhúsinu mínu eitthvað áfram, í einhverju formi.


Dúnmjúkar Paleo-vöfflur
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Blandið smjöri, eggjum, banana, vanilludropum, olíu og mjólk vel saman.
  2. Blandið hveiti, matarsóda, kanil og salti vel saman við.
  3. Bakið vöfflurnar í vöfflujárni og berið fram með ferskum ávöxtum, agave-sírópi og jafnvel smá kókosrjóma.
  4. ATH - það er ekki verra að blanda nokkrum ferskum bláberjum út í deigið, rúmlega hálfum bolla, áður en vöfflurnar eru bakaðar.

Umsagnir

Umsagnir