Ég reyni að geyma alltaf það besta þar til síðast en í þessum mánuði hreinlega gat ég það ekki! Ég bara verð að segja heiminum frá þessari geggjuðu súkkulaðiköku sem inniheldur engan hvítan sykur, ekkert hvítt hveiti og engar mjólkurvörur. Hún er gjörsamlega trufluð!

Ég hef prófað að gera þessa í 4-6 möffinsform en líka prófað að tvöfalda uppskriftina og búa til eina, stóra köku. Ég mæli með því að gera frekar nokkrar litlar – einhvern veginn finnst mér þessi kaka njóta sín betur þannig.

Ég bara trúði því ekki að eitthvað sykur- og smjörlaust gæti bragðast svona vel. Ég bara fæ ekki nóg af þessari köku!


Algjörlega trufluð Paleo-súkkulaðikaka
Hráefni
Botn
Fylling
Leiðbeiningar
Botn
  1. Blandið öllum hráefnum saman og deilið á milli 4-6 möffinsforma. Setjið inn í ísskáp á meðan fyllingin er búin til.
Fylling
  1. Setjið olíu, mjólk, síróp og kakó í pott og bræðið saman yfir meðalhita.
  2. Bætið vanilludropunum út í þegar blandan er silkimjúk og falleg og blandið vel saman.
  3. Deilið fyllingunni í möffinsformin og setjið inn í ísskáp. Mér finnst þessi langbest þegar hún er búin að vera inni í ísskáp í um 4 klukkustundir.

Umsagnir

Umsagnir