Loksins, loksins, loksins er komið að því! Ég á afmæli í dag – jeyj!!
Og það kom auðvitað ekkert annað til grein en að baka ostaköku í tilefni dagsins. Reyndar bakaði ég alls enga ostaköku því þessa köku þarf bara alls ekki að baka sem er stór plús.
Þessi er algjört æði og mjög einföld þó það þurfi smá þolinmæði til að bíða eftir að hún sé tilbúin þessi elska. En hún er vel þess virði.
Til hamingju ég!
Afmælisostakakan mín
|
|
Hráefni
Botn
- 18 Oreo-kex(fínmulin - án krems)
- 4 msk brætt smjör
- 1tsk instant kaffi(malað, til dæmis með mortel)
Fylling
- 500g mjúkur rjómaostur
- 1/3bolli flórsykur
- 1msk instant kaffi(malað, til dæmis með mortel)
- 1/4bolli kakó
- 5msk sjóðandi heitt vatn
- 150ml rjómi(þeyttur)
Ofan á
- 100ml rjómi
- 2-3tsk vanillusykur
Leiðbeiningar
Botn
- Blandið öllum hráefnum vel saman. Þrýstið blöndunni í botninn á hringlaga formi eða mörgum litlum möffinsformum (um það bil 20 stykki)
- Setjið inn í ísskáp og kælið á meðan þið búið til fyllingu.
Fylling
- Þeytið rjómaostinn í 2-3 mínútur og blandið síðan sykrinum saman við.
- Blandið kaffi, kakói og heitu vatni vel saman og blandið því síðan vel saman við rjómaostablönduna.
- Þeytið rjómann og blandið honum varlega saman við rjómaostablönduna.
- Hellið blöndunni ofan á botninn og kælið í 6-8 klukkustundir. Hér er líka hægt að flýta fyrir og einfaldlega frysta herlegheitin.
Ofan á
- Stífþeytið rjóma með vanillusykrinum og skreytið kökuna.