Það er eitthvað við snúða sem gerir mig alveg kolgeggjaða. Ég fæ rosalega oft löngun til að baka snúða og finnst oboðslega gaman að finna uppá nýjum leiðum til að gleðja bragðlaukana. Þessir snúðar fæddust um daginn og maður minn, þeir eru sturlaðir. Yndislegir snúðar í einu orði sagt.

Snúðar eru nefnilega ekki það sama og snúðar. Ég tel mig baka bestu kanilsnúða í heimi, en það sem gerir þá svo dásamlega er að ég nota vanillubúðingsduft í deigið til að gera þá extra mjúka. Þar sem það virkar svo vel ákvað ég að breyta aðeins til með þessa snúða sem ég er að veita ykkur uppskrift að núna. Ég nefnilega fyllti þá með karamellubúðingi, í staðinn fyrir að demba duftinu í deigið. Og viti menn, yndislegir snúðar fæddust.

Ég ákvað að nota bara Royal-búðing til að gera þetta sem einfaldast, en auðvitað er ekkert voðalega mikið mál að búa til sinn eigin búðing. Það hef ég gert margoft og er þessi hér til dæmis algjört dúndur. Þessi búðingsfylling færir snúða upp á nýtt level og ég eiginlega trúi því varla að ég hafi ekki prófað þetta fyrr.

Ég á eiginlega ekki nógu sterk orð til að lýsa því hvað þessir snúðar eru góðir. Frændi mannsins míns var í heimsókn þegar ég var að baka og þegar hann var búinn með nokkra bita leit hann upp og sagði: Bakaðir þú þetta í alvörunni?! Hann trúði því varla að litla ég gæti bakað eitthvað svona stórkostlegt. Þetta voru bestu meðmæli sem ég hef fengið svei mér þá.

Þessir snúðar eru tilvaldir helgarsnúðar, enda fátt betra en að byrja frídaginn á að henda í snúða og gæða sér á þeim yfir kaffibolla eða mjólkurglasi. Það er allavega mín skoðun, og reyni ég alltaf að baka eitthvað sætabrauð um helgar til að gera mér glaðan dag.

Og þessir snúðar gera daginn svo sannarlega gleðilegan. Verði ykkur að góðu!


Yndislegir snúðar fylltir með karamellubúðingi
Hráefni
Snúðar
Fylling
Leiðbeiningar
Snúðar
  1. Blandið saman þurrgeri, mjólk og sykri saman í skál og leyfið þessu að hvíla í 5-10 mínútur, eða þar til blandan freyðir.
  2. Blandið hveiti og salti vel saman í skál og bætið því næst gerblöndunni, eggjum og vanilludropum saman við. Blandið saman í um 10 mínútur.
  3. Blandið síðan smjörinu saman við og blandið saman í um 5 mínútur.
  4. Hnoðið deigið lítið eitt á borðflöt sem er dustaður með hveiti. Smyrjið smá olíu í skál, setjið deigið í skálina og hyljið með viskastykki. Leyfið deiginu að hefast á volgum stað í um klukkutíma.
Fylling
  1. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið ágætlega stórt eldfast mót eða klæðið ofnplötu með smjörpappír.
  2. Fletjið deigið út og smyrjið búðingnum á það. Ég notaði ekki allan búðinginn, bara sirka 3/4 af blöndunni. Drissið síðan púðursykrinum yfir búðinginn.
  3. Rúllið deiginu út og skerið í snúða, sirka 10 til 12 stykki. Raðið snúðunum í mótið eða á plötuna, setjið viskastykki yfir þá og leyfið að hefast í 5-10 mínútur í viðbót.
  4. Blandið saman eggi og vatni og penslið snúðana með eggjablöndunni. Bakið snúðana í 35 til 45 mínútur og fylgist vel með þeim. Leyfið þeim síðan að kólna aðeins áður en þið rífið þá í ykkur.

Umsagnir

Umsagnir