Eins og ég sagði ykkur frá um daginn, þá fór ég í berjamó ekki fyrir svo löngu síðan þar sem týnd voru krækiber. Og nóg af þeim! Ég hef því verið dugleg að láta hugann reika um hvernig ég geti nýtt þessi yndislegu ber í baksturinn. Og þannig fæddust þessar krækiberjamúffur.

Hér er sem sagt ein afurðin af þessum vangaveltum mínum og er ég hreint út sagt mjög ánægð með útkomuna. Við erum að tala um dúnmjúkra krækiberjamúffur með geggjuðum mulningi ofan á! Þetta gerist ekki mikið haustlegra!

Þessar eru andstæðan við krækiberjakökuna sem ég gerði um daginn. Hér er sko nóg af smjöri og sykri! Ég barasta elska þessar krækiberjamúffur!

Njótið vel og lengi elskurnar og munið að það er hægt að nota hvaða ber sem er í þessar múffur – allt eftir því hvað þið eigið í ísskápnum eða frystinum og í hvernig skapi þið eruð. Ég er persónulega í skapi fyrir krækiberjamúffur á hverjum einasta degi!


Unaðslegar og dúnmjúkar krækiberjamúffur
Hráefni
Múffur
Mulningur
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 180°C og takið til ca 16-18 múffuform.
  2. Hrærið smjör og sykur mjög vel saman og bætið síðan eggi og vanilludropum saman við.
  3. Blandið restinni af þurrefnunum vel saman í einni skál og sýrðum rjóma og mjólk saman í annarri.
  4. Skiptist á að blanda þurrefnum og mjólkurblöndunni saman við smjörblönduna þar til allt er vel blandað saman.
  5. Veltið krækiberjunum uppúr 1 matskeið af hveiti og blandið þeim varlega saman við deigið.
  6. Deilið deiginu í forminu og búið síðan til mulninginn.
Mulningur
  1. Blandið öllum hráefnum mjög vel saman. Þetta geri ég bara í höndunum, þar til blandan er farin að líkjast grófu mjöli.
  2. Stráið mulningnum yfir múffurnar og bakið í 20-22 mínútur.
  3. Þessar eru bestar þegar þær eru búnar að kólna aðeins, þá verður mulningurinn svo yndislega stökkur!

Umsagnir

Umsagnir