Ég veit ekki hve oft ég hef bakað skinkuhorn síðustu mánuði og alltaf hverfa þau jafnfljótt og þau koma úr ofninum.

Ég elska að baka eitthvað sem heimilisfólkið mitt elskar en stundum þarf ég að breyta til. Þannig fæddust þessi Nutella- og bananahorn.

Þessa uppskrift er að finna í bókinni minni, Minn sykursæti lífsstíll, og var það Sunna Gautadóttir sem tók myndina.

Ég mæli hiklaust með þessum litlu dúllum. Þvílíkur kolvetnadraumur!


Unaðsleg Nutella- og bananahorn
Hráefni
Deig
Fylling
Leiðbeiningar
Deig
  1. Hitið mjólkina í örbylgjuofni. Hún á ekki að sjóða heldur vera volg. Hjá mér tekur þetta 30-45 sekúndur.
  2. Bræðið smjörið og blandið saman við mjólkina. Bætið þurrgerinu og sykrinum út í og látið standa í 4-5 mínútur.
  3. Bætið síðan hveiti og sjávarsalti saman við og hnoðið deigið vel. Setjið hreint viskastykki yfir skálina og leyfið deginu að hefast í 40-50 mínútur á hlýjum stað. Gott er að hnoða deigið svo aftur og leyfa því að hefast á ný í 20-25 mínútur.
Fylling
  1. Hitið ofninn í 200°C og setjið smjörpappír á tvær ofnplötur.
  2. Skiptið deiginu í 3-4 jafnstóra parta og fletjið út litla hringi. Skiptið hverjum hring upp í 8 þríhyrninga með pítsaskera. Smyrjið Nutella á efast part þríhyrninganna og smellið einum bananabita ofan á. Rúllið þríhyrningunum upp og raðið á ofnplöturnar.
  3. Þeytið eggið og mjólk saman og penslið toppana á hornunum með því.
  4. Bakið í 12-15 mínútur og leyfið að standa í 10 mínútur áður en þið gúffið hornunum í ykkur. Ekki er verra að bræða smá Nutella eða súkkulaði og drissa því yfir.

Umsagnir

Umsagnir