Rétt’upp hönd sem elskar Rice Krispies-kökur?! Ég, ég, ég, ég!

Það er hálf vandræðalegt að horfa á mig raða í mig Rice Krispies-kökunum í barnaafmælum og liggur við að ég ryðji börnum úr vegi mínum til að ná í síðustu molana.

Mig langaði að prófa að gera Rice Krispies-köku sem væri með sykurpúðum í staðinn fyrir síróp og það gekk svona líka vel. En ég varð að gera hana aðeins dásamlegri og ákvað að bæta við dúnmjúkri karamellusósu í miðjunni – því kakan var bara ekki nógu sæt fyrir!

Þessa köku elska allir – jafnt börn sem fullorðnir – og uppskriftin er hlægilega einföld!


Trufluð Rice Krispies-kaka með karamellu
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Takið til hringlaga form - ca 18-20 sentímetra stórt. Smyrjið það vel.
  2. Setjið sykurpúða og smjör í pott og bræðið saman yfir lágum hita. Hrærið í blöndunni af og til svo hún brenni ekki við.
  3. Takið pottinn af hellunni þegar allt hefur bráðnað saman og blandið Rice Krispies og kökuskrauti (má sleppa) saman við. Varúð: Blandan verður mjög klístruð.
  4. Setjið helminginn af blöndunni í formið og þrýstið vel niður með smá smjörpappír.
  5. Hellið karamellusósunni yfir botninn og setjið síðan hinn helminginn af Rice Krispies-blöndunni ofan á. Þrýstið vel niður með smjörpappír.
  6. Bræðið súkkulaði og hellið því ofan á - dreifið úr því þannig að það þeki kökuna. Kælið í klukkustund og njótið svo.

Umsagnir

Umsagnir