Lakkrístoppar eru órjúfanlegur hluti af jólahátíðinni fyrir marga. Ég hef ekki verið í þeim hópi fyrr en núna síðustu jól, eiginlega eingöngu út af því að sjö ára dóttir mín elskar marengs meira en lífið sjálft.

Þannig að ég ákvað að henda í nokkra lakkrístoppa um daginn. Og þegar ég segi nokkra þá meina ég í raun mjög marga, þar sem ég ákvað að hafa uppskriftina stóra og veglega til að eiga nóg.

Þetta plan mitt gekk ekki alveg eins og í sögu þar sem það fór ansi mikið af þessari stóru uppskrift minni strax á fyrsta degi. Og ég skil það vel, því þessir lakkrístoppar eru ómótstæðilegir, þó ég segi sjálf frá.

Ég ákvað að nota þetta nýja piparlakkrískurl frá Nóa Siríus í þessa toppa en ekkert súkkulaði. Í staðinn fyrir súkkulaði notaði ég smá lakkrísduft til að auka piparbragðið aðeins. Og það klikkaði aldeilis ekki!

Þannig að ég kynni piparfylltu toppana mína til sögunnar – eitthvað sem ég þarf að baka einu sinni, jafnvel tvisvar aftur fyrir jól svo ég eigi nú nóg til að gúffa í mig yfir hátíðisdagana. Get ekki beðið!

Gleðileg smákökujól!

Smellið svo hér ef þið viljið smá marengsfræðslu a la Blaka!

Sturlaðir lakkrístoppar með piparfyllingu
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 150°C og klæðið ofnplötur með smjörpappír.
  2. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær freyða. Bætið síðan sykri og púðursykri saman við í einni bunu og stífþeytið í 10-15 mínútur.
  3. Blandið lyftidufti, kurli og lakkrísdufti vel saman við blönduna með sleif eða sleikju.
  4. Mér finnst gott að skella blöndunni í sprautupoka og sprauta litla toppa á ofnplötuna. Þeir geta verið nokkuð þétt saman en þeir breiða aðeins úr sér. Þá er einnig hægt að setja þá á plötuna með skeið.
  5. Bakið í 18-20 mínútur og leyfið kökunum að kólna í um 20 mínútur áður en þær eru teknar af plötunni. Endurtakið þar til allir toppar eru bakaðir.

Umsagnir

Umsagnir