Sko, þessar kökur eru frekar góðar. Kannski er það bara út af því að ég elska lakkrís. Hver veit?
En út af því að lakkrísinn er frekar saltur og möndludroparnir sætir þá bragðast þessar kökur svolítið eins og lakkrísmarsipan. Hljómar vel, ekki satt?
Það góða við þessar kökur er líka að maður fær alveg nóg eftir eina til tvær. Ok, þrjár til fjórar. En það er skárra en að klára allan dunkinn. Er það ekki?
Lakkrís- og möndlukökur
|
|
Hráefni
- 2bollar Kornax-hveiti
- 1 1/2tsk lyftiduft
- 1 1/2 tsk maizena
- 1/4 tsk salt
- 4msk bráðið smjör
- 2 Nesbú-eggjahvítur
- 2msk grísk jógúrt
- 1 1/2 tsk möndludropar
- 1bolli ljós púðursykur
- 2 lakkrísrör
Leiðbeiningar
- Blandið saman hveiti, lyftidufti, maizena og salti saman í skál og setjið til hliðar.
- Blandið saman smjöri og eggjahvítum í annarri skál. Hrærið síðan jogúrtinni saman við og þvi næst möndludropum og púðursykrinum.
- Blandið þurrefnunum saman við smjörblönduna. Saxið lakkrísrörin og setjið 2/3 af þeim í blönduna og hrærið því saman við með sleif.
- Setjið plastfilmu yfir skálina og kælið í ísskápi í tvær klukkustundir eða hálftíma í frysti.
- Hitið ofninn í 175°C og setjið bökunarpappír á ofnplötur. Skiptið deiginu niður i 24 bita og búið til kúlur úr bitunum. Setjið kúlurnar á ofnplöturnar og fletjið þær aðeins út. Setjið tvo til þrjá bita af lakkrísnum ofan á og bakið í tíu til tólf mínútur.