Ég hef verið ofsalega löt að setja uppskriftir inn í desember. Ég hef reyndar almennt verið mjög löt við að baka sem er afar ólíkt mér. En ég hef góða afsökun. Ég hef nefnilega verið í tökum á nýjum jólaþætti sem heitir Jóló en fyrsti þátturinn fer í loftið í kvöld á ÍNN.

Þetta eru í heildina þrír þættir og í hverjum þætti býð ég upp á hugmynd að heimagerðum jólagjöfum sem taka ekki langan tíma, eru afskaplega einfaldar og gleðja viðtakandann meira en eitthvað fjöldaframleitt út úr búð.

Fyrstu jólagjafirnar sem ég föndra er kakóduft í krukku til að búa til heitt súkkulaði og kökumix til að búa til æðislegar jólasmákökur. Þannig að ef þið eruð enn í basli með síðustu gjafirnar og dettur ekkert í hug þá mæli ég með þessu!

Eða þið horfið á hina tvo þættina, sem sýndir verða á miðvikudag og fimmtudag og fáið enn þá fleiri hugmyndir!


Heimagerðar jólagjafir - partur I
Hráefni
Kakó í krukku
Kökumix í krukku
Leiðbeiningar
Kakó í krukku
  1. Setjið öll hráefni í blandara og blandið vel saman eða þar til allt er orðið að fallega brúnu dufti.
  2. Deilið blöndunni á milli nokkurra, lítilla krukka og skreytið með nokkrum, litlum sykurpúðum.
  3. Athugið: Það má alveg sleppa maíssterkjunni (Maizena) en hún gerir kakóið eilítið þykkara.
  4. Svo er bara að búa til lítinn, sætan miða þar sem á stendur að það sé tilvalið að setja 2-3 matskeiðar af þessari blöndu út í heita mjólk, og festa hann við krukkuna. Jólagjöfin komin!
Kökumix í krukku
  1. Raðið öllum hráefnum eins og þið viljið í þokkalega góða krukku. Þið getið auðvitað líka notast við ykkar eftirlætis smákökuuppskrift.
  2. Svo er mjög mikilvægt að útbúa merkimiða þar sem á stendur hvernig kökur þetta eru og að það þurfi að blanda þessum hráefnum saman við 115 g af mjúku smjöri og 1 egg. Síðan þarf að baka þessar dúllur við 180°C í 10-12 mínútur.
  3. Önnur jólagjöf komin sem er alls ekki síðri!

Umsagnir

Umsagnir