Besta vinkona mín þolir ekki appelsínur. Og hún á mjög erfitt með mjög dökkt súkkulaði. Því dekkra því verra í hennar tilviki. Þessu geri ég, og aðrir, óspart grín að og því er þessi uppskrift fyrir hana og lokar hún einnig fyrsta mánuðinum á Blaka þar sem þemað var gult.
Já, ég veit að ég er að seilast aðeins út í órans núna en þessi brúnka er barasta svo unaðsleg. Unaðsleg í órans. P.s. Séð og Heyrt var að hringja og vill fá stuðluðu fyrirsögnina sína aftur.
Brúnkur með nammiappelsínum
|
|
Hráefni
Brúnkan
- 3/4bolli dökkt súkkulaði
- 1/2 bolli mjólkursúkkulaði
- 225g smjör
- 2tsk salt
- 1 1/2bolli púðursykur
- 1/2bolli síróp af nammiappelsínum
- 1tsk vanilludropar
- 4 egg
- 1bolli Kornax-hveiti
- 1/2bolli kakó
- 1 appelsína
Leiðbeiningar
Nammiappelsínur
- Skerið appelsínuna niður í þunnar sneiðar. Hitið sykur og vatn á pönnu yfir meðalháum hita þar til sykurinn hefur leysts upp.
- Setjið sneiðarnar í einfaldri röð á pönnuna og leyfið að malla í 20 mínútur. Snúið appelsínunum einu sinni á þessum tíma.
- Setjið appelsínusneiðarnar á bökunarpappír og leyfið þeim að kólna. Hellið sírópinu í bolla og geymið.
Brúnkan
- Hitið ofninn í 190°C. Bræðið dökkt súkkulaði, mjólkursúkkulaði og smjör saman.
- Blandið salti, púðursykri og appelsínusírópinu vel saman við súkkulaðiblönduna.
- Hrærið vanilludropum saman við og því næst eggjunum, eitt í einu.
- Blandið því næst hveiti og kakó við blönduna. Rífið börkinn af einni appelsínu og skellið út í deigið.
- Setjið í ferhyrningslaga form og bakið í 25 til 30 mínútur. Munið að brúnkur eiga að vera aðeins óbakaðar þannig að þessi er tilbúin þegar prjóni er stungið í miðjuna og það kemur smá kaka með.